12 ára áætlun hespuð af á 11 árum

Dugnaður Ögmundar er mikill, hann ætlar að hespa 12 ára samgönguáætlun af á 11 árum. Geri aðrir betur!!

Ekki fer þó mikið fyrir skynsemi þessarar áætlunar, miðað við þá frétt sem hér kemur fram. Þar er aðalatriðið að meiri áhersla verði lögð á fleira en einkabílinn, þ.e. almennigssamgöngur, að ferðast um á hjóli eða gangandi.

Það verður gaman að sjá þá sem búa á sunnanverðum Vestfjörðum ferðast til Reykjavíkur á reiðhjóli, eða Seyðfirðinga skreppa upp á hérað gangandi. Þetta leysir vissulega þá þörf að útrýma einbreiðum brúm, þær verða orðnar fjórfaldar þegar allir eru á reiðhjólum og vissulega verður minni kostnaður að malbika þá vegi sem enn eru holóttir malarvegir. Breidd malbiksins getur þá verið mun minni og ekki þarf að byggja upp lélega vegi, þar sem reiðhjól eru mun léttari en bílar.

Svo verður ráðinn fjöldu manns til að skokka með nauðsynjavörur á bakinu út um landið og til baka geta þeir borið fiskinn og rækjuna í flug á Keflavík, eða í skip í Reykjavík. Þetta mun leysa atvinnuleysið í einu vettvangi!

Hvort fréttamaðurinn sem þessa frétt gerði er svo mikið borgarbarn að hann sjá ekki útfyrir borgarmörkin, eða hvort frumvarpið er virkilega byggt á þessu, er ekki gott að segja. Vonandi er þó fyrri það fyrra rétt!

 

 


mbl.is Áhersla á fleira en bílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband