Stefán er bjartsýnn
19.5.2011 | 04:25
Það verður að segjast eins og er að viðleitni Stefáns er þakkaverð, en bjartsýni mannsins er vissulega mikil.
Hann telur brýnt að góð þáttaka verði í kosningu um samninginn og það í félagi þar sem einungis 17% kusu til stjórnar fyrir skemmstu! Fyrir það fyrsta er þessi samningur þannig að hvorki er hægt að samþykkja hann né fella, svo aumingjalegur er hann.
Vissulega mun starfsfólk í verslunum njóta mestu hækkunar samningsins, enda það fólk á svo skammarlegum launum að vart er hægt að tala um þau. En því miður verður það fólk lítið betur sett eftir samninginn, hækkunin sem það fær, þó ágæt sé í prósentum talið, er ekki upp á svo margar krónur.
Þegar nefnd ríkisstjórnarinnar komst að því síðasta sumar að lágmarksviðmið launa hafi þá verið rúm 200.000 í ráðstöfunartekjur, semja þessir menn um að heildar lágmarkslaun skulu vera sú sama upphæð EFTIR ÞRJÚ ÁR!!
Sveiattan!!
Reyna að fá fólk til að kynna sér kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mann setur hljóðan! Er hægt að búa hérna lengur? Hér á landi getur enginn rekið fyrirtæki sem getur borgað laun sem hægt er að lifa á. En sjálfir aka forstjórarnir um á bílum sem kosta jafn mikið og 10 -12 manns eru 1 ár að vinna fyrir! og búa í lúxus villum. Þegar fólk sér svona lagað fyllist það vonleysi og lítur á sig sem 4. flokks manneskjur!!!! Miklir andskotans aumingjar eru þeir sem semja um þessi laun!!!!!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 19.5.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.