Aumingjaskapur ASÍ er algjör !

Póstmenn hafa samið og tilefni til að óska þeim til hamingju.

Þessi samningur er sagður sambærilegum þeim samningi sem ASÍ og SA gerðu. Samt gefur þessi samningur póstmönnum 20% launahækkun á samningstímanum meðan ASÍ samningurinn gefur einungis um 11% hækkun. Varla getur það talist sambærilegur samningur.

Má þá búast við að næsti hópur sem semur muni fá enn hærri hækkun sinna launa? Þá verði sagt að hann sé sambærilegur samningi póstmanna.

Póstmenn eru vissulega ekki ofsælir af þessari hækkun og gott fyrir þá, en þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu lélegur samningur ASÍ og SA er!

Það er ljóst þegar fyrirtæki sem er í verktöku fyrir ríkið getur samið um launahækkun upp á 20%, ættu einkafyrirtæki að ráða við slíka hækkun einnig. Flest einkarrekin fyrirtæki sem eru í útflutningi hafa sannarlega efni á frekari launahækkunum og þau sem eru á innlendum markaði hafa þegar hækkað sínar gjaldskrár, því ættu þau flest að ráða við þetta.

Það eru reyndar nokkrar greinar sem standa virkilega illa, byggingariðnaður, verktakaiðnaður og ríki og bæjarfélög eru verst sett. En þegar þjónustufyrirtæki, í verktöku ríkisins, getur samið um nærri helmingi hærri launahækkun en ASÍ og SA, er deginum ljósara að forsvarsmenn ASÍ hafa ekki staðið vaktina sem skildi.

Þetta er enn ein sönnun getuleysis og aumingjaskapar forustu ASÍ!!

 


mbl.is Póstmenn sömdu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband