Er það ?

Þó launafólk sé vissulega orðið langþreytt á því óréttlæti sem það hefur þurft að búa við síðustu tvö ár undir hæl "velferðarstjórnar Jóhönnu" og skattpíningu Steingríms J og þó fólk sé orði langþreytt á þeim leikaraskap sem þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur E hafa stundað síðustu fimm mánuði, er spurning hvort launafólk sé tilbúið að hlýða kalli Gylfa.

Launafólk er vissulega tilbúið að fara í verkföll, en þá þurfa forsemndur að vera með þeim hætti að slík aðgerð skili einhverju. Langt er frá að svo sé nú.

Sú krafa sem Guðmundur Gunnarsson setti fram, 4,5% launahækkun, er langt frá því næg til að fara í verkfall. Það tekur launþegann nærri tvö ár að vinna upp launatap hvers mánaðar í vekfalli með slíkri sultarhækkun. Þá er betra heima setið en af stað farið!

Þessir aumingjar og liðleskjur sem fara fyrir samtökum launafólks ættu að skammast sín! Ef þeir ynnu sína vinnu væri staðan önnur og betri, en það er þeim gjörsamlega fyrirmunað að gera.

Að ætla að etja launafólki út í verkföll fyrir skitin 4,5% og eins árs samning er eins heimskulegt og hugsast getur og reyndar undarlegt að nokkur maður skuli láta slíkt frá sér fara. Þá er betra fyrir fólk að vera án launahækkunar þann tíma. Einungis tveggja vikna verkfall étur upp þá launahækkun!!

 


mbl.is Hafa tvo sólarhringa til þess að forðast verkföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband