Óréttlátt og algerlega óviðunnandi !

Hugmyndir um vegtolla á Suðurlandsveg og Vesturlandsveg eru með öllu óásættanlegar!

Þarna er verið að ræða skatt sem mun lenda á ákveðnum hóp landsmanna þegar aðrir sleppa. Slík mismunun er engan veginn ásættanleg né réttlát. Rökin eru að þeir borgi sem noti!

Þeir sem aka þessa vegi ERU að borga fyrir það og gott betur. Það gera þeir í gegnum eldsneytisskattinn eins og aðrir. Ekki eru hugmyndir um lækkun hans á móti þessum nýja skatti.

Meðan ríkið notar að mestu það fé, sem innheimt er með eldsneytisskatti, til annara hluta en viðhalds og endurnýjun vegakerfisins er tómt mál að tala um að leggja á vegskatt.

Bíleigendur eru þegar að borga mun meira til ríkisins en það notar til viðhalds og endurnýjun vega. Þeir eru þegar búnir að borga tvöföldun þessara vega mörgum sinnum. Það er ekki þeirra sök þó misvitrir stjórnmálamenn noti það fé til gæluverkefna, eins og vonlausa ESB umsókn, stjórnlagaráð, ofvaxna utanríkisþjónustu og fleiri tilgangslítilla verkefna sem engu skila!

Það er hvorki réttlátt né stenst nein réttlætissjónarmið að einn hópur í þjóðfélaginu skuli skattlagður mun meira en aðrir, algerlega óháð launum eða getu þessa hóps!!

 

 


mbl.is Veggjöld gætu skilað tveimur milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Setjum þá tolla til jafns á öll jarðgöng á landsbyggðinni. Annað er ekki sanngjarnt.

Vegatollar eru síðan ekki skynsamlegasta sköttunin þar sem hún kemur ofan á þegar skattpínda þjóð sem þarf einkabílinn þar sem samgöngukerfi hér eru handvömm.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 08:44

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, Ögmundur er búinn að finna það út að best sé að setja byrðina á atvinnulausa suðurnesjamenn, það þarf varla meira ef hann ætlar að keysta út úr þeim 2 milljarða árlega í veggjöld.

Kjartan Sigurgeirsson, 3.5.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband