Ný aðferð við gerð kjarasamninga
30.4.2011 | 20:38
Samtök atvinnulífsins hafa tekið upp nýja aðferð í kjaradeilunni. Nú er beytt sömu brögðum og pólitíkusar nota til að plata kjósendur til fylgi við sig, auglýsingar og áróður!
Sú auglýsingarherferð sem SA hefur hafið á sjónvarpsstöðvunum um svokalaða "atvinnuleið" er augsýnilega ætluð til að auðvelda samþykkt þess samnings sem skrifa á undir á næstu dögum, samning sem er svo svívirðilegur gagnvart launafólki að nauðsynlegt er að hefja áróðursherferð til að fá hann samþykktann.
Atvinnuleið er fagurt og lýðvænt orð, en orðið eitt sér gerir lítið. Fyrir launafólk virðist sem þessi leið verði einungis farin með því að halda niðri launum. Ekkert annað á að gera af viti. Það er hægt að gleyma því að ríkisstjórnin standi við sinn hluta og fyrirtækin virðast ekki eiga að leggja neitt af mörkum, einungis hirða gróðann þegar hann kemur.
Ef SA er virkilega umhugað um þessa leið, hljóta þeir að ætla að leggja sitt af mörkum til hennar, annars fylgir hugur ekki máli. Svo er þó ekki að sjá!
Aðkoma ríkisins verður aldrei annað en innantóm loforð, þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi skortir kjark hjá stjórnvöldum og þar sem þau sjá enga aðra leið en skattpíningu, mun sá hugsanlegi kostnaður sem ríkið legði til verða sóttur eftir öðrum leiðum til fyrirtækja og ekki síst launþega.
Í öðru lagi hefur núverandi ríkisstjórn sýnt það og sannað að undirritaður samningur er einskisvirði, sérstaklega ef hann er í þágu launþega. Engri ríkisstjórn hefur tekist að svíkja sína þegna jafn mikið á jafn stuttum tíma og sú er nú er við völd!!
Því er ljóst að svokölluð "atvinnuleið" byggist fyrst og fremst á því að halda launum niðri, að ekki komi til eðlilegra kjarabóta fyrir launþega.
Hér eiga launþegar að taka enn einn skellinn á sig.
Það er mál að linni!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.