Hver króna skiptir máli

Steingrímur telur litlu muna þó bensín verði lækkað um "nokkrar krónur". Sjálfsagt skiptir það litlu máli fyrir mann á ráðherralaunum, en sá sem verður að draga fram lífíð á þeim smánarlaunum sem kjarasamningar gefa, er feginn hverri krónu í vasann!

Málið er líka stærra en þetta. Stór hluti þess skatts sem ríkið leggur á eldsneyti er prósenta og því er ríkið að græða á þeim erlendu hækkunum sem verða. Þá er einnig hluti þess skatts sem lagt er á eldsneyti tvískattaður, þ.e. skattur er skattlagður.

Ekki má heldur gleyma þeim þætti sem eldsneytið á í vísiölunni og þar með hækkun lána hjá fólki.

Vissulega ræður ríkið ekki við erlendar hækkanir, en það getur haft áhrif á hvað olíufélögin leggja á eldsneytið, en ekki er að sjá að nein samkeppni ráði á þeim makaði. Þá er það algerlega í valdi fjármálaráðherra að ákveða þann skatt sem lagður er á eldsneytið.

Að ríkið skuli sjálfkrafa græða á hækkun eldsneytis erlendis er auðvitað út í hött. Þegar síðasta skattálagning var lögð á eldsneyti var ákveðin krónutala sem átti að skila sér í ríkiskassan af hverjum líter, samtala skatts og virðisaukaskatts. Sú krónutala hefur hækkað verulega, vegna erlendra hækkana og aukins álags olíufélaga og því á ríkið að draga úr fastaskattinum þar til sú upphæð hefur verið leiðrétt.

Ekki hef ég þessar tölur á hraðbergi en grunar þó að sú lækkun væri meiri en bara "nokkrar krónur".


mbl.is Bensínlækkun breytti litlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þér í þessu.

Sumarliði Einar Daðason, 26.4.2011 kl. 09:08

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Talaði við forstjóra N-1 um daginn og sagði hann að ríkið tæki nær helming af verðinu til sýn. Nú kemur fjármálaráðherra og segir að innkaupsverð sé allt of hátt. Hvað höfum við dregið mikið úr keyrslu nú síðustu mánuði? Mig grunar að það sé svo mikið að ríkið sé ekki að fá neitt meira til sýn þrátt fyrir hækkanir á eldsneytisverði!

Sigurður Haraldsson, 26.4.2011 kl. 13:22

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er bara einn annar flokkur utan Gamla Stazi bandalagsins sem að reiknar með línulegum skilum skatta.

WC, Gíslandi.

Óskar Guðmundsson, 26.4.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að formaður WC hefur það svo gott að hann muni ekki um nokkrar krónur er hann augljóslega á of góðum launum.

Óskar Guðmundsson, 26.4.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband