Hvers vegna ?

Hvers vegna var þá verið að reyna að fá þjóðina til að viðurkenna eitthvað sem ekki er ljóst að sé skýr og sannarleg skylda ríkisins?

Þessi spurning hlýtur að vakna, þegar ráðherra segir að aldrei hafi staðið til annað en að ríkið stæði við sínar skyldur, hér eftir sem hingað til.

Það dettur engum Íslending í hug að ekki eigi að standa við þær skyldur sem okkur ber, nema kannski nokkrum ærulausum víkingum sem flúið hafa landið. Hinn almenni Íslendingur veit að við skuldbindingar verður að standa.

Þess vegna var icesave lögunum hafnað! Það var vegna þess að sá samningur, sem þau lög hefðu staðfest, innhélt meiri skuldbindingar en sannarlega eru okkar. Því var ekki hægt að samþykkja samninginn.

Því spyr maður eðlilega, hvers vegna var verið að fara í þennan leiðangur, sem tekið hefur svo mikla vinnu og orku frá stjórnvöldum? Hvers vegna var ekki bara strax sagt að við myndum borga það sem okkur ber? Það þyrfti engann samning til þess!!

 


mbl.is Hafa aldrei vanefnt skyldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband