Hinir gleymdu

Það er nokkuð öfugmæli að tala um endurgreiðslu þegar um leiðréttingu er að ræða. Bankar og lánastofnanir urðu uppvís að lögbroti og það kostar þær stofnanir 8,5 miljarða, samkvæmt fréttinni. Þá er væntanlega átt við þær afskriftir sem þessi fyrirtæki þurfa að gera. Ekkert samasem merki er þó á milli þeirra og þess sem fólk fær í hendurna.

Reyndar setti ríkisstjórnin lög sem gerðu afleiðingar þessarar lögleysu banka og lánastofnanna, þeim fyrirtækjum heimilt að endurreikna þessi lán með þeim hætti að margir lentu í skuld við þau. Það er undarlegt þegar einhver brýtur lög og hagnast beinlínis á því! Það er þó ekki enn útséð með hvort þessi löggjöf standist.

Varðandi hina 3,5 miljarðana sem eiga að koma fram í sérstakri vaxtalækkun, hefur hún ekki enn tekið gildi, þó um það hafi verið rætt í haust, þegar þessi svokallaði "aðgerðarpakki" var kynntur, að sú lækkun tæki gildi 1. mars. Þessi sérstaka vaxtalækkun er þó bara dropi í hafið hjá þeim sem eru með verðtryggðu lánin, hinum gleymdu. Þetta er lækkun upp á um 6000 kr af hverri milljón sem fólk skuldar. Sá sem skuldar nú eina milljón í verðtryggðu láni hefur væntanlega skuldað á milli sex og sjöhundruð þúsund af því láni fyrir hrun. Bara mánaðarleg afborgun hefur því hækkað það mikið af þessu láni að þessi sérstaka vaxtalækkun dugir ekki til að dekka hækkun einnar mánaðarafborgun af því.

Ef bankastjóri Seðlabankans heldur virkilega að þessir fjármunir muni leiða til aukininnar neyslu þessa fólks er hann tregari en maður þorði að ætla. Þeir sem hugsanlega fá einhverja leiðréttingu, vegna lögbrota bankanna, munu flestir nota það fé til að lækka höfuðstól lána sinna. Þeir sem fá sérstakar vaxtabætur munu sjálfsagt gera það einnig, ef það tekur því þá að eltast með þá smánarupphæð í bankann!

Það er í öllu falli ljóst að þeir lántakendur sem eru með sín lán verðtryggð, hinir gleymdu, munu ekki auka sína neyslu á næstunni. Það virðist ekkert eiga að gera af viti þeim til hjálpar, svo baslið heldur áfram um stund, eða þangað til ekki verður lengur við byrgðarnar ráðið. Kannski segir bankastjóri Seðlabankans þá að þessu fólki hafi verið færðir einhverjir miljarðar, þegar búið er að gera alla gjaldþrota! Vissulega losna lántakendur þá við að borga!!

Skýrsla Seðlabankans er annars ótrúleg. Þarna er hver fullyrðingin sem stangast á aðra. Það virðist sem að hagur þjóðarinnar eigi fyrst og fremst að aukast með aukinni einkaneyslu. Samt á atvinnuleysið að vera nánast óbretytt næstu mánuði, innflutningur má ekki aukast og laun helst ekkert að hækka.

Ekki náði ég að telja hversu oft er minnst á icesave í þessari skýrslu og hversu slæmar horfur væri að því máli var hafnað af þjóðinni. Þó er ljóst að sú höfnun hefur engin áhrif. Alls engin!

Lítið sem ekkert er talað um að auka framleiðslu í landinu og það litla sem um það er skrifað, ekki beinlínis uppörvandi. Þó sér hvert heilvita mannsbarn að það er EINA leiðin út úr kreppunni, þó seðlabankastjóri sjá ekki þá einföldu staðreynd.

Að Seðlabankinn skuli senda frá sér skýrslu sem er uppfull af andstæðum er stór undarlegt. Það er með ólíkindum og vekur virkilega upp þá spurningu hvort þeir menn, sem hana sömdu, séu starfi sínu vaxnir, eða hvort þeir noti vald sitt innan þessarar stofnunar í pólitískum tilgangi. 

 


mbl.is 12 milljarða endurgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Gunnar eru virkilega eingir heiðarlegir menn eða konurtil á þessu blessaða skeri,og hafa ekki verið í fjölda mörg ár?

gisli (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 09:07

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

eg er i hopi med hinum gleymdu og hef alltaf borgad thratt fyrir ad hafa ekki efni a thvi en eg neiddist til ad fara thar sem eg get lifa af 60.000kr a manudi ekki er yhad haegt a Islandi allavega 

Magnús Ágústsson, 22.4.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband