Að kunna að taka tapi, eða ekki

Það virðist vera erfitt fyrir Siv að átta sig á að sá hópur sem hún telur vera innan Framsóknar og hún segir stuðningsmenn sína, tapaði fyrir meirihlutanum innan flokksins. Hún virðist ekki vera þeim gáfum gædd að taka tapi.

Þessi svokallaði "frjálslyndi" hópur innan Framsóknar hefur alla tíð verið í miklum minnihluta, en náði þó undraverðum áhrifum innan hans með því að koma sér í áhrifastöður innan flokksins. Frá því þessum fámenna hóp tókst að ná yfirtðkum á flokknum hefur fylgi hans minnkað stöðugt. Nú er svo komið að fylgið er í sögulegu lágmarki, þrátt fyrir að hafa verið utan stjórnar í fjögur ár.

Hvort sú stefnubreyting sem tekin var loks um síðustu helgi dugir til að flokkurinn lifni við á ný, verður að koma í ljós. Hugsanlega er sá skaði sem þessi fámenni hópur hefur valdið svo mikill að flokknum verði ekki bjargað. Þetta er þó tilraun sem vert er að prufa, enda í anda meirihluta þeirra sem enn fylgja flokknum og einnig samkvæmt vilja þeirra sem undanfarin ár hafa yfirgefið hann.

Sú þrákelkni Sivjar að reyna að tala flokkinn til fylgis við Samfylkinguna og stefnu hennar í evrópumálum, sýnir best hver áherslumál þessa svokallaða "frjálslynda" hóps er. Henni finnst kannski eitthvert frjálslyndi í inngöngu í ESB, flestum framsóknarmönnum finst það hins vegar afturhaldssemi og aumingjaskapur. Það er vissa mín að stjórn og framkvæmdastjórn flokksins standi gegn þessum draumórum Sivjar!

Að fólk sem kosið er á þing skuli leifa sér að tala um eina leiðin til að fólk geti tekið "upplýsta afstöðu" til ESB, sé með því að halda aðlögunarferlinu áfram, er með ólíkindum. Þeirri afstöðu ræður einungis ein ástæða, fullur vilji til aðildar, hvað sem það kostar.

Upplýsta afstöðu er auðvelt að taka strax, hana var reyndar hægt að taka áður en umsókn var lögð fram, þó vel væri passað upp á að almenningur fengi að vita allar staðreyndir á þeim tíma.

Það er ekkert um að semja við ESB og hefur aldrei verið. Til að við getum fengið varanlegar undanþágur frá reglugerðarverki þess, þarf að breyta því á þann veg. Slíkt er ekki til umræðu.

Forsvarsmenn ESB hafa marg oft sagt að Ísland verði að gangast undir reglugerðaverk ESB, ef við viljum aðild. Þetta er einfallt og ætti ekki að vefjast fyrir fólki. Íslenskir ESB sinnar þykjast þó vita betur en forsvarsmenn ESB.

Ef Siv finnur sig ekki í Framsóknarflokknum á hún að segja sig úr honum, það er heiðarlegra en að grafa undan honum eins og hún gerir nú!


mbl.is Frjálslyndur hópur finnur sig ekki í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Henni Siv langar í feitt embætti. Teiknimyndin af enni í Mogunblaðinu er rétt mynd af henni.     

Vilhjálmur Stefánsson, 18.4.2011 kl. 00:25

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Teikninginn af Siv er til skammar. Það er enginn , hvorki stjórnmálamaður né nokkur annar sem verðskuldar slíka afbökun.

Þessi teikning er bæði teiknaranum og ritstjórn Moggans til mikilla minnkunar.

Menn geta deilt á um pólitík. Sjálfur er ég mjög ósammála verkum núverandi ríkisstjórnar og reyndar ósammála Siv einnig. Aldrei myndi ég þó réttlæta slíka teikningu.

Hitt er annað mál að Siv er að sverma eftir feitu embætti, enda farin að átta sig á því að líkur til þess að hún komist á þing í næstu kosningum eru minni en engar.

Gunnar Heiðarsson, 18.4.2011 kl. 08:50

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Gunnar sem sagt að selja sig hæstbjóðanda, hvað kallast það á góðri Íslensku,

Sigurður Helgason, 19.4.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband