Kosningar í nánd ?

Ekki er nú vitinu fyrir að fara hjá Össur, fremur en vanalega.

Að ætla að taka þann atvinnurekstur sem skaffar okkur nærri helming gjaldeyristekna og kollvarpa honum án þess að nein raunhæf lausn önnur er tilbúin, er eins heimskulegt og hugsast getur.

Sú aðferð sem SA notaði nú í samningum, þegar þeir spyrtu saman stjórn fiskveiða við gerð kjarasamninga,  er vissulega fordæmanleg. En það er skiljanlegt að þeir sem standa að veiðum og vinnslu sjávarfangs vilji fá skýr svör. Það að þetta mál skuli hafa verið sett saman við kjarasamninga er þó ekki SA að kenna, þeir reyna hvað þeir geta til að koma sínum  málum að.

Þetta klúður er alfarið á ábyrgð ASÍ, það var þeirra verk að sjá svo um að þetta mál yrði ekki spyrt saman við kjarasamniga, það var í verkahring ASÍ að neita að ræða samninga ef þetta mál yrði tengt þeim. Því er sökin alfarið á höndum flokksbróður Össurar, Gylfa Arnbjörnssonar.

Endurskoðun á fiskveiðikerfinu okkar er nauðsynleg. Það verk verður þó ekki unnið í andstöðu við hagsmunaaðila. Og allra síst með atkvæðagreiðslu. Um hvað ætti svo að kjósa?

Því var síðasta sumar skipuð nefnd allra flokka og hagsmunaaðila í sjávarútvegi, undir stjórn Björns Vals Gíslasonar, VG. Þessi nefnd skilaði sameiginlegu áliti og því hefði legið beinast við að gera frumvarp og leggja það fyrir þingið, útfrá niðurstöðu nefndarinnar.

En það hugnaðist Jóhönnu ekki, niðurstaðan var nefnilega ekki eins og hún sjálf vildi! Því var niðurstöðu nefndarinnar kastað í ruslið og ekkert gert. Þegar svo farið var að ganga á Jóhönnu með þetta mál tók hún upp vinsæla frasa sem allir þekkja, en eru þó í engu samræmi við veruleikann. Ekkert var gert nema hrópa, af hálfu Jóhönnu. Hennar sök er því einnig mikil í þessu máli.

Nú er Össur farinn að taka undir með henni og víst að Samfylkingarkórinn mun fylgja fast á eftir.

Þessi ríkisstjórn var andvanafædd svo varla er hægt að tala um að stjórnin sé að springa eða sprungin. En það verður ekki annað séð en að loks sé komið að endapunkti á þessu skelfilega ástandi sem okkur hefur plagað síðustu tvö ár.

Orð Össurar verða ekki skilin á annan hátt en að þingkosningar séu í nánd. 


mbl.is Þjóðaratkvæði um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband