Hrossakaup !!

Steingrímur J vinur nú hörðum höndum að því að tryggja atkvæði þingmanna VG fyrir kvöldið.

Sem liður í því lætur hann vin sinn Árna Þór segja af sér þinflokksformannsembættinu og að sjálfsögðu hlýðir Árni fomanni sínum!

Með þessu telur Steingrímur að tryggja megi stuðning "órólegu deildarinnar" við ríkisstjórnina. Hugsanleg mun þetta slá ryki í augu einhverra og hugsanlega mun þetta bjarga ríksstjórninni frá falli, í bili.

Það að formaður VG skuli þurfa að nota hrosskaup til að tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar sýnir svo ekki verður um villst hversu tæpt fylgi ríkisstjórnarinnar er.

Þetta mun þó einungis bjarga ríkisstjórninni frá falli, en ekki hjálpa neitt til við að styrkja hana eða gera hana starfhæfa. Það eyðilagði Steingrímur þegar hann samþykkti að taka ESB umsókn til greina, við myndun þessarar ríkisstjórnar. Því var hún andvanafædd og er enn jafn dauð.

Hrossakaup munu ekki duga til að vekja hana til lífsins.

Það er spurning hvað ein þjóð getur lifað lengi án starfhæfðrar ríkisstjórnar. Við Íslendingar höfum nú búið við þetta ástand í tvö ár og er það sennilega heimsmet. Þetta heimsmet er hins vegar ekkert til að hælast af!

Þingslit og kosningar strax!!


mbl.is Árni Þór víkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ekki vildi ég vera hross í réttinni hans Steingríms.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband