Aðlögunarferli

Það er ýmislegt sem vekur athygli við lestur þessara stuttu fréttar.

Fyrir það fyrsta kemur enn og aftur fram að við erum í aðlögunarferli. Nokkuð sem reyndar kemur ekki þem á óvart sem fylgst hafa með ummælum fulltrúa ESB hingað til.

Í öðru lagi kemur fram að að íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir að stjórn fiskveiða verði áfram hér á landi AÐ HLUTA. Þarna er fullyrt að íslenska samninganefndin eða utanríkisráðherra sé þegar búinn að gefa eftir þá grunn forsemdur aðildar að Ísland hafi full yfirráð yfir lögsögunni. Þetta er graf alvarlegt mál og hljóta þingmenn að taka það upp á þingi strax eftir helgi og krefja utanríkisráðherra svara. Ef þetta er staðreynd hefur samninganefndin eða ráðherra farið langt út fyrir sínar heimildir og skal þá skilyrðislaust stöðva allar viðræður!!

Í þriðja lagi telur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þessar upplýsingar rangar. Hvað hefur hann fyrir sér í því? Var hann viðstaddur á öllum þeim fundum sem samninganefndin og utanríkisráðherra hefur setið með fulltrúum ESB um þetta mál? Eða tekur hann orð utanríkisráðherra bara trúanleg?

Og í fjórða lagi vekur athygli að utanríkisráðherra lætur ekki ná í sig. Sá maður hefur aldrei verið fjölmiðlafælinn og drjúgur að koma sinni þriðju persónu á framfæri. Líklegri er ástæða þess að hann lætur ekki ná í sig nú nú, vegna þess að hann eigi erfitt með að svara þessu, að eitthvað sé verið að fela. Vonar líklega að umræðan eftir kosninguna í dag verði það hávær að þetta "smámál" falli í skugga þeirrar umræðu!

Það er vonandi að Framsóknarflokkurinn álykti með afgerandi hætti gegn ESB á sínu flokksþingi. Þá hafa þrír af fjórum stæðstu flokkum landsins ályktað gegn aðild.

Að vísu eru þingmenn í tveim af þessum flokkum sem hafa hundsað sína kjósendur og ekki loku fyrir það skotið að svo muni einnig verða hjá framsóknarmönnum. En þeir þingmenn vita hvað þeirra bíður í næstu kosningum, sem verða vonandi fyrr en seinna!

 


mbl.is ESB telur brýnt að Ísland aðlagi stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.utanthingsstjorn.is/

anna (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband