Öfugmæli fjármálasnillingana

Síðustu árin fyrir hrun var það viðtekin venja þeirra sem þá kölluðust útrásarvíkingar, nú ærulausir víkingar, að kaupa og selja hver af öðrum fyrirtæki. Í hvert skipti sem slík viðskipti fóru fram hækkaði verðið töluvert og í hvert skipti voru bankarnir (sem voru yfirleitt í eigu þessara sömu manna) tilbúnir að lána meira til kaupanna. Fyrirtækið hafði hins vegar ekkert breyst, það var nákvæmlega eins og þegar fyrstu viðskiptin fóru fram, þó það væri orðið veðsett fyrir margfalda þá upphæð eftir nokkur viðskipti milli þessara manna.

Þatta kom almenningi nokkuð spánskt fyrir sjónir, en ef einhver var svo kjarkaður að lýsa efasemdum, var viðkomandi strax gert það ljóst að hann hefði ekki vit á þessu. Þetta væri íslensk viðskiptasnilld!

Almenningur hreyfst því með, enda fjölmiðlar (sem einnig voru í eigu þessara manna) duglegir að mæra "snillingana". Sumt almúgafólk freistaðist til að kaupa sér fasteign eða bíl, enda bankar ósýnkir á fé á ótrúlegum kjörum.

En að lokum kom að skuldadögum. Auðvitað gat þetta ekki gengið. Fyrst hrundu bankarnir, en eigendur þeirra höfðu þó séð til þess að koma nokkrum aurum undan, svo þeir sveltu nú ekki. Í kjölfar bankahrunsins kom hrun hjá þeim fjöldskyldum sem höfðu látið blekkjast og nú, u.þ.b. tveimur og hálfu ári seinna, blasir við hrun þeirra fjöldskyldna sem þó tóku engan þátt í þessu brjálæði.

Öfugmæli fjármálamanna á þessum tíma voru þau að því meira sem þú skuldar, því betri viðskiptavinur ertu. Og því hærri sem tölurnar eru, því betra. Þar var mælt í hundrðum milljóna og milljörðum. Smáaurar alþýðunnar voru ekki mælanlegir í þessum leik.

Nú beita stjórnvöld og þeir sem vilja samþykkja lög um icesave, sömu rökum og þessir öfugmæla fjármálasnillingar, sem voru svo engir snillingar eftir allt.

NEI við icesave!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband