Eiríkur Jónsson er á Íslandi !!

Eiríkur Jónsson lætur heyra í sér. Hann kvartar yfir því að kennarar skuli vera búnir að vera samningslausir í tvö ár. Réttmæt athugasemd, en hverjum er það að kenna?

Sú var tíðin að Eiríkur var fljótur til með kröfur og stóð harður fyrir. Skipti þar einu þótt kröfur hanns þættu stundum nokkuð háar og úr takt við það sem í gangi var hjá öðrum. Eiríkur lét ekki viðgangast, þegjandi og hljóðalaust, að ekki væri rætt við kennara þegar samningar þeirra voru lausir. Svo harður var hann og óhræddur við að koma sínum sjónarmiðum í fjölmiðla, að ekki var hægt annað en að dást að honum, þó stundum maður færi dult með þá aðdáun.

Nú eru aðrir tímar. Kennarar hafa verið án samninga í tvö ár og ekkert heyrst frá Eiríki. Svo mikil hefur þögn hans verið að maður hélt að hann væri farinn af landinu, væri einn af þeim þúsundum sem ákváðu að freista gæfunnar erlendis, einn af þeim þúsundum sem hafa ákveðið að flýja þetta stjórnlausa land sem Ísland er.

Það merkilega er að einmitt þann tíma sem Eiríkur hefur þagað og látið það viðgangast að ekki væri samið við kennara, hefur verið "tær vinstristjórn" við völd. Er hugsanlegt að þarna sé eitthvað samhengi?

Ekki eru kennarar ofsælir af sínum launum, góðir kennarar eiga skilið góð laun, þeir eru að móta unga fólkið og því mikilvægt að þar sé hæft og gott fólk.

 


mbl.is Til skammar að ekki hafi verið samið við kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband