Tveir ráðherrar á móti stjórnarfrumvarpi !!

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjórnarráðinu hefur ekki fylgi allra ráðherra. Þetta er söguleg staðreynd, þar sem frumvarpið var afgreitt út úr ríkisstjórn til alþingis með þeim hætti.

Þetta er í raun útþynnt útgáfa af því gælumáli Jóhönnu að sameina atvinnuvegaráðuneytin í eitt, þrátt fyrir andstöðu málsaðila og án þess að neinn sjáanlegur sparnaður sjáist af þeirri sameiningu. Hún hefur samt haldið þessu til streitu, þó andstaða innan stjórnar og stjórnarflokka hafi verið fyrir þessu máli. Rökin sem Jóhanna dregur gjarnan upp eru að þetta sé innan stjórnarsáttmálans. Það er fleira innan þess sáttmála sem stjórnin hefur ekki staðið við, eins og hin fræga skjaldborg. Það hefur ekki farið mikið fyrir baráttu Jóhönnu fyrir þeim hluta þessa stjórnarsáttmála!

Stjórnin er fallin, um það þarf ekki að deila. Í raun féll hún þegar hún var stofnuð, vegna yfirgangs Samfylkingar og ósanngjörnum kröfum til samstarfsflokksins. Kröfum sem einungis þeir innan þess flokks gátu gengið að er tóku völd fram yfir heilindi.

Það er magnað að ríkisstjórn sem ekki hefur getu til að koma neinu máli í gegn um þingið, nema með aðstoð stjórnarandstöðu, skuli geta lifað af í tvö ár. Það hlýtur að vera eitthvað að innan stjórnarandstöðunnar þegar slíkt gerist, ekki síst miðað við verk stjórnarinnar og þær aðstæður sem við búum við nú.

Það er ljóst að stjórnarandstaðan ætlar ekki að koma þessari stjórn frá, það er einnig ljóst að þessi ríkisstjórn fer ekki frá sjálfviljug.

Hvað er þá hægt að gera?

 


mbl.is Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband