Dópaðir verkalýðsleðtogar
26.3.2011 | 01:53
Þegar fólk heyrir talað um dóp dettur því fyrst í hug ólögleg eiturlyf. Dóp er hins vegar mun víðtækara en það. Dóp er hvað það sem veldur vellíðan eða unaði einhvers og viðkomandi verður háður því og leitar sífellt meira og meira eftir því, þar til hann hefur misst allt raunveruleikaskyn.
Það dóp sem margir verkalýðleiðtogar eru háðir, sérstaklega er hægt að nefna Gylfa Arnbjörnsson og Guðmund Gunnarson í því sambandi, er ESB. Þeir eru orðnir svo háðir þessu dópi að raunveruleikaskyn þeirra er horfið með öllu.
Eins og gjarnt er með dópara sjá þeir ekki skaðsemi þess dóps sem þeir eru háðir, þrátt fyrir að þeim sé bent á það. Þeir, eins og aðrir dóparar, kenna öllu öðru um en sjálfu dópinu. Þeir ráðast á þá sem reyna að hafa vit fyrir þeim og segja þá skaðlega. Þetta er einkenni dópara, þeir verja sitt dóp fram í rauðann dauðann.
Þeir, eins og aðrir dóparar, láta dópið ganga fyrir öllu. Þeir sinna ekki sinni vinnu, vegna dópsins. Þeir geta ekki átt eðlileg samskipti við nokkurn mann, vegna dópsins. Og þeir eru orðnir svo háðir þessu dópi að þeim finnst ekkert skipta máli lengur en fá sinn daglega skammt af dópi.
Þegar fólk er orðið svo langt leiddir í sinni dópneyslu og þessir menn eru, fær það gjarnan inni á stofnun þar sem það er afeitrað. Sem betur fer tekst það í mörgum tilfellum og viðkomandi verða aftur gegnir þjóðfélagsþegnar.
Því miður eru engar stofnanir til á Íslandi sem taka að sér að afdópa ESB dópara, spurning hvort ekki sé tími til kominn að koma á stofn slíkri stofnun. Þeir Gylfi og Guðmundur gætu verið fyrstu sjúklingarnir til að fá lækningu þar, ef það er þá ekki orðið of seint. Að þeir séu svo langt leiddir að þeim verði ekki bjargað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt s.d. kl. 01:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.