Það er eitthvað að, eitthvað stórkostlegt að!!

Þegar eldsneytisverð náði hæðstu hæðum hér á landi. 7. mars síðastliðinn, kostaði líterinn af bensíni á fullu verði hjá Skeljungi, 237,90 kr. Þá var gengi dollarsins á 114,94 og verð á erlendum mörkuðum (OPEC) $112,03 tunnan.

Síðan hefur gengi dollars farið hæðst í 116,75 og lægst 113,37. Verð olíu á erlendum mökuðum hefur verið lægst $105.80 og hæðst (einn dag) $111,09 tunnan, yfir þennan sama tíma. Fullt verð á eldsneyti hér á landi var lengst af þennan tíma 237,90 kr/L en þó lækkað í 234,90 kr/L í nokkra daga.

Nú kostar líterinn af bensíni á fullu verði hjá Skeljungi 238,90 kr, gengi dollars er 114,03 kr og verð á olíu á erlendum mörkuðum er $110,81 tunnan.

Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig lærra gengi dollars og lægra verð á erlendum olíumörkuðum leiði til hærra eldsneytisverðs hér. Sérstaklega þegar stæðstan hluta þess tíma sem verð á erlendum mörkuðum var mun lægra og gengi dollars einnig, var verð á eldsneyti það hæðsta sem hér hafði verið, þar til nú er það hækkar enn meira!

Það er eitthvað að, eitthvað stórkostlegt að!!

 


mbl.is Eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband