"Eftir helgi"

Það er full seint í rassinn gripið fyrir Jóhönnu að reyna nú, nærri fjórum mánuðum eftir að hún lét þau orð falla í þingi að þjóðnýting einkafyrirtækis kæmi vel til greina, að ætla að reyna að bera það til baka. Skaðinn er skeður.

Það er full seint í rassinn gripið fyrir Jóhönnu nú, að lofa skattalækkunum og hærri persónuafslætti, þegar stjórnin hefur verið að hækka skatta fram til þessa sem aldrei fyrr og hún sjálf stóð að því að taka persónuafsláttinn úr sambandi við vísitölu. Það er í mesta lagi hægt að tala um að verið sé að skila einhverju aftur af því sem tekið var. Svo er nú eftir að heyra hvort Steingrímur sé sammála henni í þessu.

Þetta minnir nokkuð á þann fíflagang sem fór í gang síðasliðið haust, þegar Jóhanna varð hrædd. Þá lofaði hún að bæta hag fjöldskyldna í landinu. Í nokkra mánuði sagði þessi kona að "vænta væri niðurstöðu eftir helgi". Þegar þær svo loks komu fram, var hvorki haus né sporður á þeim, einungis ber beinagarðurinn.

Vissulega væri gott ef eitthvað gengi til baka af þeirri skattpíningu sem stjórnvöld hafa stundað og vissulega væri gott ef persónuafslættinum sem ríkisstjórnin hefur stolið af launþegum, væri skilað. Það er þó ekki hægt að trúa þeim trölasögum frá hendi þessarar ríkisstjórnar, hún hefur of oft svikið landsmenn til þess.

Það þarf einnig meira til að koma atvinnufyritækjum landsins af stað, en aum yfirlýsing um að ekki eigi að þjóðnýta einkafyrirtæki. Sérstaklega þegar um sömu ríkisstjórn er að ræða og sagði skírum orðum á þingi að slíkt kæmi vel til greina. Traust markaðarins á þessari ríkisstjórn er ekkert, því mun hann ekki fara af stað aftur fyrr en þessi stjórn fer frá. Skattpíning stjórnvalda á fyrirtækin er sú sama og einstaklingana og því lítil von til viðreysnar.

Sú stjórnunaraðferð sem þessi stjórn hefur beytt, hefur sett landið í enn dýpri og verri kreppu en bankahrunið gerði. Stjórnvöld hafa beinlínis stjórnað með þeim hætti að hér er allt að stöðvast. Það er engi líkara en Steingrímur hafi notað bensín á þá elda sem hann þóttist ætla að slökkva!

Það er vonandi að þingmenn allra flokka fari að átta sig á þessu og komi ríkisstjórnini frá.

Kannski "eftir helgi".

 


mbl.is Stefnt að lækkun skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill hjá þér. Tek undir þetta með þér. Þau eru búin að gera allt öfugt. Það er að mínu mati sennilega of seint fyrir þau til þess að bjarga eigin skinni - en þau geta kannski leiðrétt mistök sín og látið aðra um að taka við.

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband