Aðlögunarferlið á fullu

Á meðan Össur fullyrðir að úrsögn Atla og Lilju úr þingflokki VG hafi engin áhrif á ESB aðlögunarferlið, gefur utanríkismálanefnd Evrópuþingsins út skýrslu um stöðu þess.

Vissulega hefur úrsögn þeirra Atla og Lilju áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið og þá sérstaklega ESB aðlögunarferlið. Það sjá allir heilvita menn, þó Össur átti sig ekki á því.

Það er aftur þessi skýrsla utanríkismálanefndar ESB sem kemur nokkuð á óvart. Fyrir það fyrsta vegna þess að þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni hefði utanríkisráðherra átt að vera búinn að kynna landsmönnum. Það merkilega er þó að sumt af því sem kemur fram í þessari skýrslu er öndvert við það sem Össur hefur haldið fram til þessa.

Í skýrslunni segir að einungis standi nokkur mál útaf. Þau eru icesave, hvalveiðar, sjávarútvegur og landbúnaður.

Hingað til hefur Össur haldið því statt og stöðugt fram að icesave deilan hafi engin áhrif á aðild okkar að ESB! Nú kemur hins vegar skýrt fram að þetta er rangt hjá honum. Skyldi hann hafa verið jafn hreinskilinn við fulltrúa ESB og hann hefur verið við okkur Íslendinga, eða lýgur hann að þeim líka?!

Um hvalveiðar er ekkert að semja af hálfu ESB. Þær verða skilyrðislaust að leggja af ef við viljum inngöngu. Erum við tilbúin til að ganga að slíkum afarkjörum?

Um sjávarútvegsmál verður ekki rætt fyrr en við göngum að kröfum þeirra í makríldeilunni. Þá er hægt að fara að ræða það hvort við höfum einhver umráð yfir fiskveiðum okkar, en þó aðeins ef við lögum fiskveiðilöggjöf okkar að þeim reglum er gilda innan ESB löggjafarinnar og leggur nefndin áherslu á að strax verði farið í þá AÐLÖGUN. Það er ekki ætlunin að gefa neitt eftir á þessu sviði af hálfu ESB.

Það sem vekur þó athygli er að nefndin telur sig þurfa að taka sérstaklega fram að þjóð með virkt hagkerfi gæti orðið nýr aðili að ESB. Vissulega kemur það þeim á óvart að þjóð með virkt hagkerfi skuli ætla að kasta því frá sér til að ganga þarna inn, þeir eru vanari því að þurfalingar úr austanverðri Evrópu sæki um aðild.

Að lokum hvetja þeir íslensk stjórnvöld til að víkka út umræðuna svo fólk geti tekið "upplýsta" ákvörðun þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þeir gera sem sagt ráð fyrir að samningur náist og vilja að landsmenn verði "fræddir" um hversu gott sé að vera í ESB.

Miðað við þessa skýrslu nefndarinnar þarf ekkert að spá í fræðslu eða kosningu um samning. Ekki verður annað séð en að málið sé loks komið á leiðarenda, að ekki verði lengra gengið.

Það er ljóst að ef Össur heldur áfram á þeirri braut sem þessi skýrsla gefur til kynna mun hann verða söðvaður af, með góðu eða illu! Aðlögunarferlið er þegar gengið lengra en hann hefur umboð fyrir!!

 


mbl.is Fagnar árangri í aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband