Svörtustu árásir í Íslenskum stjórnmálum sem sést hafa í langan tíma
22.3.2011 | 21:57
Þær eru duglegar gólfmoppurnar hans Steingríms að reyna að þrífa skítinn upp eftir hann. Hver hópurinn, reyndar eru þettar stjórnir ákveðinna hópa ekki kjósendur VG, stiga nú fram og krefjast úrsagnar Atla úr flokki VG. Þetta fólk ætti heldur að styðja hann. Það er jú Atli sem hefur reynt að standa við þá stefnu og loforð sem kjósendum VG var gefin fyrir síðustu kosningar, ekki forustan!
Varðandi það hvort þingmenn eða flokkar eigi sætin á þingi er lengi hægt að deila. Þó er alveg kristaltært að samkvæmt núverandi stjórnarskrá eru það þingmenn sem eiga sætið, hvert sem þeir vilja svo fara. Hvort þetta sé rétt veltur í flestum tilfellum á því hvort sá sem málið skoðar hverju sinni er að tapa eða vinna þingmann. Sjálfur hef ég alla tíð verið þeirra skoðunar að ég gefi ákveðnum flokk mitt atkvæði. Þessu verður þó ekki breytt nema með því að breyta stjórnarskrá, en helstu hugmyndir um breytingu hennar í þessu sambandi eru þó í hina áttina.
Ekki man ég eftir því að neinn úr stjórnum hinna ýmissa félaga innan VG hafi hallmælt því þegar Þráinn Bertelsson ákvað að ganga til liðs við flokkinn, reyndar voru nokkrir sem fögnuðu því.
Ekki vil ég trúa því að Steingrímur J sé svo heimskur að hann sé að siga þessu fólki á Atla, frekar að þetta sé heimska þeirra sjálfra sem nú ráðast á hann. Þessar árásir eru það svartasta sem sést hefur í langan tíma í Íslenskum stjórnmálum. Þarna er ráðist á einn mann með linnulausum árásum í fjölmiðlum. Þetta er því fólki sem að þessum árásum standa til mikillar minnkunar og skammar.
Steingrímur J hlýtur að stöðva sitt fólk af í þessu, ef hann ætlar sér einhverntímann að teljast trúverðugur. Þó hann standi ekki að þessum árásum mun hann þó bera ábyrgð á þeim þegar upp er staðið!!
VG hefur ekki efni á að ráðast á eigið fólk með þessum hætti. Þær grafa enn frekar unda feisknum stoðum flokksins!
Rétt að Atli víki af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað sagði þetta fólk þegar Þráinn gekk í VG? Vilja þau hann burt þaðan?
Skúli (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 22:54
Ég kaus vg vegna Atla ,því hann var í mínu kjördæmi.....annars kaus ég líka vg vegna Lilju og Ögumundar.
Nú eru tvö farin og Ögmundur ekki í mínu kjördæmi.....
Þessi viðbrögð vg á suðurlandi tel ég til skammar og mun ekki kjósa þann flokk aftur !
Ég vona innilega að hægt verði að kjósa fólk en ekki flokka í næstu kostningum
Katrín (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.