Stjórnvöld halda áfram að nauðga kjósendum

Það eitt að bendla Háskóla Íslands við kynningarefni vegna icesave kosningarinnar, gerir þá kynningu ótrúverðuga og gagnslausa.

Hinir ýmsu fræðimenn Háskóla Íslands hafa verið duglegir við að tala máli þessa samnings og reyndar þeim tveim sem á undan komu. Þessir fræðimenn kasta frá sér fræðunum og beyta gamalgunnum pólitískum rökum. Þó vissulega hafi þær sem kalla sig fræðimenn innan hagfræðideildarinnar verið meira áberandi á opinberum vettvangi, á það einnig við um lagastofnun, eða þá sem vilja teljast fræðimenn innan hennar.

Ríkisstjórnin ætlar að senda sjálf lögin inn á hvert heimili. Það er góðrar gjalda vert en hjálpar þó varla þeim sem enn eiga eftir að gera upp sinn hug. Stjórnvöld gætu einnig sent þá ágætu úttekt sem þau létu gera fyrir sig um samninginn og gerð var af GAMMA. Sú úttekt, þó löng sé, er mun læsilegri en samningarnir sjálfir og auðveldara að meta þá eftir henni. Að minnsta kosti kemur skýrt fram í þeirri úttekt hvað allar forsemdur eru vafasamar og hversu lítið má útaf bera til að stór slys verði og samningurinn okkur algerlega ofviða.

Nú ætlar ríkisstjórnin að kasta einhverjum miljónum eða tuga miljónum til lagastofnunar. Nær hefði verið að taka þá pening og skipta þeim jafnt milli þeirra félagasamtaka sem eru annars vegar með samningunum og hins vegar þeirra sem eru á móti. Með því móti er staðið rétt að málum og báðir aðilar jafn settir til að koma sínum málstað á framfæri.

Með því að færa lagastofnun alla þessa peninga er verið að fjármagna aðra hlið málsins, þá er hentar ríkisstjórninni.

Í hinum nýju "siðareglum ráðherra" er þó ekkert sem segir til um hvernig skuli farið með svona mál, þó fjallar sjötta grein þessara reglna einmitt um upplýsingaskildur ráðherra. Því miður er sú grein, eins og reyndar reglurnar allar, með þeim hætti að hún er ónothæf.

 


mbl.is Lagastofnun undirbýr Icesave-kynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

ICESAVE-STJÓRNIN á ekki að koma nálægt málinu.  Firruna á að stoppa strax.  Málið er kúgun, það er löngu vitað og ætti að fara með það sem slíkt og fara með lögbrjótana sem slíka.   Hví hafa þau komist svona langt með málið og ekki verið stoppuð af þar til bærum yfirvöldum? 

Elle_, 22.3.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband