Svart er hvítt og já er nei
18.3.2011 | 20:40
Bullið í Gylfa Arnbjörnssyni ætlar engann endi að taka.
Hann segir ekki hugmyndir um að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, en samt leggur hann til, ásamt vini sínum Vilhjálmi Egilssyni, að ríkisábyrgð verði afnumin af líeyrisréttindum þessa fólks og að lífeyrisaldur hækki úr 65 ára í 67 ára. Hvað er það annað en skerðing réttinda?
Ég hef aldrei verið hlynntur þeirri aðferð að hluti launafólks hafi sín lífeyrisréttindi tryggð af ríkissjóð meðan aðrir þurfa að treysta á misvitra fjárglæfrmenn fyrir sínum réttindum, glæpamönnum sem hika ekki við að nota þetta fé launafólks til að higla eigin rassi. En þetta er svona og hefur verið um langa hríð.
Lífeyrisréttindi eru hluti af kjarasamningum og því eru þessi réttindi opinberra starfsmanna hluti af þeirra kjörum. Því verður ekki breytt nema í tengslum við kjarasamningsgerð. Ef skerða á þessi réttindi opinberra starfsmanna hlýtur að þurfa að bæta þeim upp með betri kjörum annarsstaðar.
Varðandi samræmingu lífeyrisréttinda landsmanna, verður það ekki gert nema með því að auka réttindi þeirra sem verr eru staddir, þeirra sem nú borga í almenna lífeyrissjóði. Eins og staðan er nú í ríkiskassanum, er tómt mál að tala um ríkisábyrgð á almenna lífeyrissjóði. Því er þessi umræða tilgangslaus og ekki til annars en að tefja fyrir lausn kjarasamninga!
Hitt er annað mál að nú er lag til að skera lífeyriskerfi landsmanna upp. Þá er ég að tala um algera endurnýjum. ASÍ, SA og ríkið gætu komið sér saman um að hefja strax vinnu við að endurskipuleggja þessi mál frá grunni, taka góðan tíma í það og gera ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið fyrir gerð næstu kjarasamninga. Að þá lægju fyrir raunhæfar og vel unnar tillögur að breytingu þessa kerfis er miðuðu að jöfnun réttinda alls launafólks í landinu. Að ætla að vinna þetta nú á einhverjum stuttum tíma með hótunum og ofbeldi er ekki líklegt til góðrar niðurstöðu.
Það er svo spurning hvaða gagn er af góðum lífeyrisréttindum þegar fólki er þarf, eða vill, eiða síðustu árum ævi sinnar á dvalarheimili, fær allt sömu lúsarskömtun dagpeninga, algerlega óháð því hverju það hefur safnað sér í réttindi með greiðslu til þessara sjóða. Ríkið hirðir allt sem umfram er og dæmi þess að fólk sé að borga ríkinu hátt í 300.000,- á mánuði fyrir dvöl á slíku heimili. En þetta er sorgarsaga sem ekki verður fjallað um hér.
Ekki hugmyndir um að skerða réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:45 | Facebook
Athugasemdir
Þessi Gylfi Arnbjörnsson er hálaunaður Yfirjólasveinn ASÍ Elítunnar sem hefur það að sínu eina og helsta baráttumáli að njörfa íslenska alþýðu undir helsi ESB rétttrúnaðarins !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.