Undarlegt !!

Eitt af því sem vinstriflokkarnir hafa gagnrýnt mest undanfarin ár er sú stóriðjustefna sem hér hefur ríkt. Þessir flokkar hafa hellst gagnrýnt það að of fá störf verði til í landinu á hverja orkueiningu sem framleidd er.

Þá hafa þessir sömu flokkar einnig gagnrýnt þá stefnu sem er innan sjávarútvegsins, að alltaf sé meira og meira flutt út af lítið unnum fiskafurðum, til vinnslu erlendis.

Vissulega er hægt að vera sammála þessari gagnrýni að hluta, þó málið sé vissulega mun flóknara en þetta. Sú stóriðja sem hér var byggð upp á sjönda til níunda áratug síðustu aldar stóðu undir þeirri byltingu sem varð í raforkuframleiðslu og dreifingu hér á landi, öllum íbúum til hagsbóta og öryggis.

Vissulega væri gott ef hægt væri að auka frekari framleiðslu unnina vara í tengslum við stóriðjuna og auka þannig virðisauka þeirra. Og vissulega væri gott ef allur fiskur væri full unnin hér, áður en hann fer úr landi.

Það vekur því furðu þegar þessir sömu flokkar og hingað til hafa gagnrýnt þetta mest, eru farnir að skoða þá hugmynd að framleiða hér rafmagn til útflutnings! Það er ekki verið að hugsa mikið um fjölda starfa á framleidda orkueiningu í þeim hugmyndum. Það er ekki verið að hugsa mikið um virðisaukann af framleiðslu þess rafmagns!!

 


mbl.is Rafstrengur til Bretlands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband