Frjálslega farið með sannleikann
9.3.2011 | 11:12
Í júlí 2008 fór verð á olíu í hæðstu hæðir á erlendum mörkuðum. Þá var tunnan seld frá OPEC rikjunum á US$ 140. Dollar kostaði þá 77 kr. en á Íslandi kostaði bensínið 181,90 kr/l.
Nú er verð frá OPEC ríkjunum US$ 109,55, dollarinn kostar 116 kr. en bensínið kostar hjá okkur 237,90 kr/l.
Þessar upplýsiningar eru fengnar af heimasíðum OPEC, Seðlabankans og Skeljungs.
Menn geta svo leikið sér að því að reikna, en hægt er að benda á að samkvæmt þessum upplýsingum kostaði einn líter af olíu á erlendum mörkuðum 67,80 krónur í júlí 2008 en nú kostar þessi sami líter 79,92 krónur. Á sama tíma hefur verð til neytenda hækkað úr 181,90 kr/l, í 237,90 kr/l.
Vissulega hefur ríkið aukið sína skattheimtu af eldsneyti, en það skýrir þó ekki þennan mun.
Það má ekki heldur gleyma þeirri staðreynd að laun hins almenna launamanns í landinu hefur nánast ekkert hækkað þennan tíma.
Bensín hækkar vegna Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú meinar; ,,logið", ekki ,,frjálslega farið með sannleikann".
Peppi róni (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.