Það fyrsta og það eina sem stjórnarliðum dettur í hug er að hækka skatt !!

Auðvitað á að leysa þetta vandamál, eins og öll önnur vandamál sem á vegi rikisstjórnarinnar verða, með hærri skatt.

Það er það fyrsta sem þessu fólki dettur í hug, það er það eina sem þessu fólki dettur í hug!!

Stjórnvöld settu viðmiðunarreglur, þeim ber að sjá til þess að allir sem þyggja laun af ríkinu og allar þær stofnanir og fyrirtæki sem rekin eru í skjóli ríkissjóðs, fari eftir þeim reglum. Flóknara er málið ekki!

Því er haldið fram að nauðsynlegt sé að greiða svo há laun til þessa fólks, til að fá það til starfa. Þvættingur! Það er nóg af hæfu og góðu fólki á Íslandi sem getur tekið þessi störf að sér, fyrir þau laun sem teljast eðlileg í því umhverfi sem við lifum í. Það er líka spurning hvort bankastjóri Landsbankans sé svo mikið lélegri starfsmaður en bankastjórar Íslandsbanka og Arionbanka. Hann nær ekki að vera hálfdrættingur í launum, við bankastjóra Arionbanka.

 

 


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skítugur almúgin er búin að vera að hrópa þetta frá því í hruninu, "Nú er nóg komið".  Nóg komið af sköttum og álagningu.  En þetta kengbilaða lið virðist ekki skilja nokkurn skapaðan hlut annað en að skattleggja fólk.

Ef að þessi skattur fer á þá á hann að vera í milljón svo að Steingrímur og Jóhanna fái að njóta ávaxtana.

Stebbi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband