Illa undurbúinn ?
7.3.2011 | 15:36
Guðmundur Gunnarsson virðist ekki hafa lært sína heimavinnu næginlega vel. Hann telur að 7% launahækkun til næstu þriggja ára ekki veita neina kjaraaukningu. Það er mikið rétt hjá honum, reyndar vantar nokkuð upp á. En hvar heldur hann að mörkin liggi? Veit hann það ekki, eða þorir hann ekki að segja það?
Til þess eins að rétta kjör launafólks af þarf 13 - 15% launahækkun! Þá erum við einungis að tala um að koma kjörum fólks á það level sem var fyrir hrun. Því er þetta sú tala sem menn eiga að vera að ræða sem upphafspunkt, ef þeim er alvara í því að leiðrétta kaupmmáttarskerðinguna. Svo geta menn spáð í þróun næstu þriggja ára og samið um það til viðbótar. Eftir þetta geta menn farið að velta fyrir sér einhverri kaupmáttaraukningu!
Guðmundur, eins og vinir hans Gylfi og Vilhjálmur E, horfa hins vegar til stjórnvalda og biðja um kraftarverk. Fyrir það fyrsta er ekkert frá þeim að fá og í öðru lagi er ekkert sem frá stjórnvöldum kemur fast í hendi. Þetta hefur sýnt sig vel undanfarið, þegar stjórnvöld keppast við að svíkja hin ýmsu loforð sem þau hafa veitt og eru að auki dugleg við að taka af launafólkinu hinar ýmsu skattaívilnanir og skattaafslætti sem fallið hefur því í skaut, Í GEGNUM KJARASAMNINGA undanfarin ár!!
Má þar t.d. minna á verðtryggingu persónuafsláttar, eitthvað sem þeim kemur best, er lægstu launin hafa.
Forusta verkalýðshreifingarinnar er hand ónýt og ætti að skammast til að koma sér í burtu og hleypa hæfari mönnum að, mönnum sem nenna að vinna sína vinnu en hugsa ekki um það eitt að byggja undir eigin rass!!
Fyrsti fundur um launahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.