Allt á áætlun hjá stjórnvöldum ?

Þetta er allt að hafast hjá ríksstjórninni! Ekki nema 58 sem fá uppsagnarbréf í tveim fyrirtækjum þessi mánaðarmótin.

Hvar endar þessi vitleysa? Hvenær ætla ráðamenn að vakna og fara að stjórna landinu af einhverju viti?

Er þetta kanski með ráðum gert? Er stjórnvöldum endanlega að takast að koma hér á sósílísku ríki, í anda hinna föllnu ráðstjórnarríkja í Sovét?

Og félagarnir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson eru duglegir við að aðstoða stjórnvöld á þessari vegleið, með því að hald launum fólks niðri og sjá til þess að öll fyrirtæki í útfluttningi græði á tá og fingri, á kostnað allra annar í landinu!!

 


mbl.is 58 missa vinnuna hjá Heilsustofnun NLFÍ og Heklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að meina að ríkinu beri að hafa þetta fólk á launum hjá sér?

Þýðir ekki að bölva ríkisstjórninni eina stundina fyrir að hækka skatta en næsta dag að hvetja til að ríkið greiði laun fyrir störf einkaaðila sem eru ekki með nokkru móti að standa undir sér.  Nóg erum við búin að borga í laun til t.d. starfsmanna HEKLU, enda hefur fyrirtækið með sína 2007 yfirbyggingu og starfsmannafjölda, ekki skilað krónu í hagnað heldur hitt þó heldur síðan það skreið í hendur bankanna 2009.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 08:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jón, á hvaða plánetu ert þú? Auðvitað á ríkisstjórnin ekki að hafa starfsmenn Heku á launum hjá sér!!

Stjórnvöld eiga að sjá svo um að fyrirtækin í landinu geti lifað og dafnað, þá hefur fólk vinnu og borgar skatta og það leiðir af sér þá einföldu staðreynd að ekki þarf að skerða eins mikið niður í grunnþjónustunni. Að þessu markmiði eru stjórnvöld ekki að vinna, þvert á móti!

Ef hinsvegar stjórna á landinu með sama hætti og undanfarin misseri, munu allir verða á launum hjá ríkinu, atvinnuleysisbótum!!

Það er spurnig hvar ríkissjóður ætlar á að afla tekna, svo hægt verði að greiða icesave, halda áfram að sóa fé í ESB umsókn og eyða miljörðum í gæluverkeni eins og stjórnlagaþing!!

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2011 kl. 08:09

3 identicon

Algjörlega sammála þér Jón Sigurðsson, svo lítið langt seilst hjá þér Gunnar að kenna stjórnvöldum um það að einkafyrirtæki séu að segja fólki upp...þú ætlar kannski að kenna ESB umsókninni um það..??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 08:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki geng ég svo langt að kenna ESB umsókninni um vandræði fyrirtækja, þó vissulega megi kenna henni um aumingjaskap stjórnvalda, þar sem allur kraftur stjórnvalda fer í það mál og öll störf og allar aðgerðir miða að inngöngu í ESB. Á meðan er allt annað látið reka á reiðanum!!

Það er skylda stjórnvalda í hverju landi að sjá tl þess að fyrirtækin geti dafnað, en sú skattastefna og aðgerðir eirra hingað til, hafa allar verið á öfugan veg við það sem öll fræði heimsins bend á. Þetta er ekki fyrsta kreppan sem skellur á heimsbyggðina, þó þetta sé kannski fyrsta alvöru kreppan sem á okkur lendir. Því hafa hagfræðingar um allan heim lagst yfir þetta mál í gegnum tíðina og sumir háskólar eru með sér nám í hagfræði í kjölfar kreppu.

Sú speki sem þar er kennd er öllum kunn sem vilja vita. Einn er sá hagfræðingur á Íslandi sem hefur tekið sérnám í þessum fræðum en ekki er neitt hlustað á þann hagfræðing, jafnvel þó hann sé innan stjórnarliðsins. Jarðfræðingurinn og flugreyjan telja sig þess megnug að gera jafnvel grín að þesum hagfræðingi, þegar hann kemur fram með fræðin!! Nafn þessa hagfræðings er Lilja Mósesdóttir!!

Ég spyr ykkur Helgi Rúnar og Jón, hverjir borga laun þeira sem ekki hafa atvinnu? Er það fólk ekki á launaskrá hjá ríkinu?

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband