Fréttaskýringar RUV

Fréttastofa RUV, þessi sem innanríkisráðhera taldi best til þess fallin að fjalla um icesave lögin, var með fréttaskýringu í gærkvöldi.

Það er alveg magnað hvað þessi fréttastofa kemst upp með! Í þessari fréttaskýringu var meðal annars fjallað um áhrif þess á samninginn, hvenær fyrsta greiðsla fer fram. Ekki datt fréttamanni í hug að skoða hvenær fyrsta greiðsla á að fara fram samkvæmt honum, heldur lagði fram þrjú dæmi.

Það fyrsta um að greitt yrði á gjalddaga, annað ef greitt yrði sex mánuðum fyrir gjalddaga og það þriðja sex mánuðum eftir gjalddaga. Þetta eina ár sem þarna lá undir gerði ótrúlega mikinn mun á vaxtagreiðslum, eðlilega. Í lokin var svo fjórða dæminu bætt við, þar sem greiðslan drægist meira en sex mánuði og upphæðin þá enn hærri. Það þarf ekki skýringar á þessu, auðvita vita allir að því lengur sem höfuðstóll láns er óhreyfður, því hærri verða vextirnir.

Þarna ætti í fyrsta lagi að koma fram hvenær fyrsti gjalddagi er, þá hefðu áhorfendur áttað sig á því að algerlega er útilokað að greiða sex mánuðum fyrr, þar sem einungis fjórir mánuðir eru fram að fyrsta gjalddaga af höfuðstólnum.  Í öðru lagi átti fréttamaðurinn að benda á að mörg dómsmál eru í gangi um slit gamla Landsbankann og að ekki er hægt að greiða úr þrotabúinu fyrr en þeim er að fullu lokið. Því séu litlar líkur á að hægt verði að greiða fyrstu greiðslu af höfuðstólnum á réttum tíma! Rikið hefur ekkert bolmagn til þeirrar greiðslu eftir að hafa lagt 26 miljarða í vexti af láninu, strax að lokinni samþykkt þess. 

Því er allt tal um að hægt verði að greiða af láninu fyrr en samningur segir til um, einungis til að slá ryki í augun á fólki, svona rétt eins og þegar talað er um hið svokallaða "Ragnars Hall" ákvæði, en það er ekki lengr inni í samningnum!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband