Gylfi Arnbjörnson bullar enn

Það væri gaman að fá nánari skýringar frá Gylfa um hvað hann á við! Er staða krónunar eitthvað veikari núna en þegar hann samþykkti að hjálpa vini sínum, Vilhjámi Egilssyni?

Þegar þessir menn ákváðu að launafólk skyldi skammtað lús úr hnefa, var nákvæmlega sama staða krónunnar og nú, gjaldeyrishöft og óvissa!

Gylfi gefur í skyn að óvissa hafi skapast af ákvörðun forseta að vísa lögum um ríkisábyrgð icesave eigi einhverja sök, það er eins fjarri sanni og hugsast getur! Óvissan hefst eftir að kosið hefur verið!

Einhver óvissa mun koma fram til skamms tíma, ef lögin verða felld. Ef þau verðasamþykkt er fyrst hægt að tala um raunverulega óvissu og það til næstu 35 ára!!

Það fyrsta sem skeður við samþykkt laganna er að gengið mun eithhvað falla og gjaldeyrishöftin munu festast í sessi þar til samningurinn hefur verið upp fylltur.

Gylfi leggur ríkisstjórninn það verk að gjaldeyrishöft eigi að afnema og gengi krónunnar skuli hækkað um a.m.k. 15%. Hvernig þetta tvennt á að fara saman væri gott að fá skýringu á? Það vita allir að gengið mun lækka við afnám gjaldeyrishaftana, hversu langt niður eða til hvað langs tíma veit hinsvegar enginn. Með samþykkt icesave er ógerlegt að afnema gjaldeyrishöftin, af þeirri einföldu ástæðu að þá munu forsendur samningsins bresta, vegna lækkunar krónunnar. Þær fjárhæðir sem menn vilja nota, 60 - 233 miljarðar eru þá ekki lengur til staðar! Frekar nær að tala um 300 - 700 miljarða!!

Gylfi Arnbjörnsson ætti að lesa vel icesave samningan og einnig úttekt Gamma á þeim, áður en hann fer með svona bull í fjölmiðla! Þá kæmist hann að þeirri staðreynd að við 4% breytingu á gengi og 10% lakari innheimtu eigna, hækkar samningurinn um heil 800%!!

Best væri þó ef Gylfi Arnbjörnsson leggði af afskipti af stjórnmálum og sneri sér að því sem honum ber, að standa vörð um kjör launafólks í landinu!!

 

Nú þarf að spá í hvert orð sem maður ritar um þennan mann, þar sem hann hyggst nú fara í mál vegna skrifa um sig. Með þessu hefur Gylfi tekið sér til fyrirmyndar störf og gerðir útrásarguttana sem rændu landið, en allir vita að ekki má anda á þá án þess að málaferlum sé hótað.

Þó er ágreiningsefnið kannski það sem lýsir manninum best, en hann ætlar í mál vegna þess að röng bíltegund var nefnd í skrifunum. Þetta minnir á fimm ára krakka í sandkassa sem eru að rífast um hvort eigi ríkara pabba!!

Það er verulegt umhugsunarefni fyrir launafólkið í landinu, hvernig á því standi að maður sem virðist ekki hafa meiri þroska, skuli vera efstur þeirra sem eiga að gæta hagsmuna þeirra!!

 


mbl.is Veik staða krónu setur kjaramál í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband