ASÍ er EKKI stjórnmálasamtök
23.2.2011 | 19:44
Gylfi Arnbjörnsson er löngu búinn að missa sjónar á sínu verkefni! Hann notar nú ASÍ sem sinn vettvang til að koma fram sínum stjórnmálaskoðunum!!
Alþýðusamband Íslands eru samtök stéttarfélaga og sem slík eiga þau að standa vörð félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að ASÍ standa. Núverandi forseti ASÍ hefur þó algjörlega hundsað þetta verk sitt. Hann stendur vörð fjármagnseigenda, sest við hlið atvinnurekenda og flytur þeirra mál í kjarabaráttu og stundar pólitískan slag undir merkjum sambandsins!! Við þessi hugðarefni sín beitir hann hirð sinni, miðstjórninni!
Jafnframt telur miðstjórn ASÍ það vera hlutverk Alþýðusambandsins að leitast við að upplýsa félagsmenn sína sem allra best í aðdraganda hennar um kosti og galla þeirra valkosta sem eru í boði.
Þessi setning sýnir svo ekki verður um villst á hvaða villigötu miðstjórn ASÍ er, undir stjórn Gylfa Arnbjörnssonar.
Þegar Gylfi á að vera að vinna að því að endurheimta þá kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir, telur hann meira um vert að leggja krafta sína og ASÍ í pólitískan slag til að fá samþykktan icesave samninginn! Samning sem mun í besta falli leggja á hvern Íslending 12.000 evra klafa til að tryggja tiltölulega fáum erlendum fjármagnseigendum 20.000 evra innistæðu. Reyndar hafa þessir fjármagnseigendur fengið þessa upphæð greidda, vegna ákvörðunar ríkisstjórna Breta og Hollendinga. Sú ákvörðun var þó ekki tekin vegna góðmennsku í garð innustæðueigendanna og því síður vegna vinskapar við okkur Íslendinga. Sú ákvörðun var tekin til þess eins að reyna að komast hjá bankahruni í eigin löndum! Því miður dugði þetta þeim þó ekki, enda icesave lítið á mælikvarða fjármálakerfis þessara landa, þó það sé stórt fyrir okkur!
Gylfi Arnbjörnsson ætlar þó að vinna áfram að því að hjálpa vini sínum Vilhjálmi Egilssyni, við að koma á samning sem leggur enn meiri hörmungar á launafólkið í landinu. Við það hefur hann hirð sína, miðstjórnina, sér til aðstoðar.
Þeir félagar verða þó að muna þá staðreynd að þeir þurfa að fá slíkann samning samþykktan af launafólkinu sjálfu!!
Póltísk sýn Gylfa Arnbjörnssonar á ekki heima innan verkalýðshreyfingarinnar. Því síður samræmist vinskapur hans við fjármagnseigendur, sjónarmiðum verkalýðshreifingarinnar. Vinskapur Gyfla við Samtök atvinnulífsins eru vægast sagt óviðeigandi og honum til skammar!
Úr því Gylfi Arnbjörnsson virðist eiga svo erfitt með að standa að baki sínum skjólstæðingum, ætti hann að yfirgefa þann vettvang sem hann er nú á og stefna á það sem honum virðist hjartfólgnara, Samfylkingunni!! Ef hann fær ekki inni hjá þeim, gæti hann alltaf fengið vinnu hjá vini sínum Vilhjálmi Egilsyni, sem bílstjóri ef ekkert annað er í boði!!
ASÍ hvetur alla til að greiða atkvæði um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 00:52 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki einhver hér sem getur keypt "ONE WAY TICKET" handa þessu hyski sem vill ganga í ESB og borga skuldir bankaræningjana.
GAZZI11, 23.2.2011 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.