Taka aftur upp strandsiglingar

Í þessari frétt segir að rúmlega helming af kostnaði við viðhald þjóðvega landsins komi vegna umferðar 8% farartækja, flutningabíla.

Reyndar leyfi ég mér að efast um að rétt sé að hlutfall vörubifreiða sé einungis 8%, þar sem allir vöruflutningar fara fram landleiðina og þar að auki hefur "hagræðing" fiskvinnslunnar valdið því að fiskur er fluttur þvers og kruss um landið, milli verkunarstöðva. Því má áætla að hlutfall kostnaðar við viðhald vegna þessara flutninga sé mun hærra en helmingur.

Þegar fragtútgerðin í landinu ákvað einhliða að hætta strandsiglingum og færa alla vöruflutninga á land, var vegakefið engan vegin undir alla þessa þungaumferð búin. Því miður hefur gengið hægt að byggja upp vegina svo þeir beri þessa umferð. Þegar svo við bættist að fisvinnslan fór að flytja fiskinn þvers og kruss um landið, til vinnslu, í þágu "hagræðingar", varð álagið enn meira.

Hvaða vit er í því að landa fiski í Grindavík eða Keflavík, keyra honum til vinnslu á Vestfjörðum eða Þórshöfn og keyra svo fiskinum unnum til baka til Keflavíkur eða Reykjavíkur, til útflutnings!

 


mbl.is Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabifreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband