Það þarf kjark til að viðurkenna getuleysi sitt !!

Steingrímur íhugaði afsögn. Það er aumt að hann hafi ekki látið til skarar skríða!

Steingrímur segir meðal annars:

„Ég tók að mér umfram allt eitt hlutverk, eins og ég get, að draga vagninn á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála, og koma þessu landi út úr kreppunni.

Þessi eina setning segir meira en allt annað. Fyrir það fyrsta lýsir hún sjálfhverfu  Steingríms. Að hann telji sig eina manninn á Íslandi sem hefur getu til þessa verks. Í öðru lagi segist hafa tekið þetta verkefni að sér, eftir sinni getu. Það er löngu útséð með getu hans til að ná landinu upp úr kreppunni. Ekki einungis vegna getuleysis hans sjálfs, heldur og ekki síður vegna þess að hann hefur ekki getu eða vilja til að þiggja ráð þeirra sem meira vit hafa, af hræðslu við að hugsanlega væri sú ráðgjöf frá pólitískum andstæðingum komin!!

Það eitt að hafa slíkan hugsanahátt gerir manninn óhæfan til veru í stóli ráðherra. Þegar menn horfa fyrst á hvaðan góð ráð koma, áður en þau eru skoðuð og metin, getur aldrei leyst neinn vanda. Það leiðir einungis til enn meiri hörmunga. Þetta höfum við þurft að horfa upp á og reyna á eigin skinni undanfarin tvö ár!!

Því er það aumt að hann skyldi ekki láta verða af því að segja af sér fyrir ári síðan. Hugsanlega væri ástandið betra nú ef hann hefði haft kjark til þess. Það þarf kjark til að viðurkenna getuleysi sitt, einungis ræflar og aumingjar telja sig betri en aðra og neita að stíga niður fyrir sér hæfari mönnum.

En það er ekki öll von úti enn. Hugsanlega er enn einhver glóra í kollinum á Steingrími og hann fari að átta sig á getuleysi sínu!

 


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"draga vagninn"...þvílík neikvæðni.

Er æskilegt að gera mann eins og Steingrím að fjármálaráðherra? Mann svo kommúnískan að í huga hans tengjast peningar fyrst og fremst ótta, sem fær hann til að hlýða alþjóðagjaldeyrissjóðnum sama hvað, hinu "illa" og svo framvegis. Er það ekki álíka gáfulegt eins og að gera páfan að leiðtoga heiðins safnaðar? Hverjum dettur slíkt í hug? Þvílík heimska! Með fjárráð almennings eiga ekki að fara nema þeir sem hafa jákvæða og heilbrigða afstöðu til peninga og ríkidæmis. Það er ekkert vont við peninga, ólíkt því sem margir halda, sérstaklega í heilaþvottinum í dag um "vonda milljónamæringa". Við getum einfaldlega ekki haft fólk með svona óheilbrigðan heilaþvott við völd að stíra fé landsmanna. Það er brjálæði og viturlegra að láta börnin leika sér með eldspýtur.

$$$$$$$zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 01:09

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

En halda samt áfram sjálfhælni og uppskafningshætti - Ég dreg - Ég bajrga - Ég geta - ég ég ég - -- á sama tíma og hann er búinn að keyra þjóðina fjandans til. Það er að segja búinn að taka lífsbjargarmöguleika hennar og kremja þá undir hælnum á VG.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband