Olíufélögin söm við sig

Forsvarsmenn olíufélaganna geta haldið því fram sem þau vilja, vandamálið verður ekki talað í burtu!

Það er undarlegt ef rétt er að eftirlitið sé svo gott sem þessir menn segja, að í sumar kom farmur með bensíni til landsins sem innihélt efni sem eyðilagði kertin í bílum. Þetta hefur verið sannað en samt halda þessir menn því fram að eftirlit með innflutningi á eldsneyti hingað sé mjög gott, jafnvel það besta sem þekkist, ef ekki bara betra!

Annað hvort eru þessir menn að ljúga eða að niðurstöðum þessa yfirburða eftirlits er haldið leyndum.

 


mbl.is Allt bensín í gegnum viðamikið ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Lenti í þessu sl. sumar, öll kertin ónýt í bílnum í tvígang. Setti fjósalugtir í staðinn og þær duga ennþá.

corvus corax, 21.2.2011 kl. 11:43

2 identicon

var að lenda í þessu ígær er með gamlan Ford og búinn að lenda í þessu í haust og fleiri bílar er á Þingeyri og höfum bara Esso eða N1

gisli (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfur lennti ég í þessu vandamáli í sumar. Ég versla við N1 og sannað var að eldsneyti frá þeim hefði innihaldið aukaefni. Nú er bíllinn farinn að ganga illa aftur, þó einungis sé búið að keyra á þessum kertum um það bil 5000 km. Það getur varla talist eðlilegt!

Ekki nennir maður þó að eltast við einhverjar bætur, kostnaður við slíkt er væntanlega mun hærri en hugsanlegar bætur.

Það er þó ljóst að þetta hefur kostað þjóðfélagið töluverða upphæð, vegna aukins innfluttnings á varahlutum.

Olíufélögum er þó nokk sama, ef þau geta svindlað á sínum viðskiptavinum, gera þau það hiklaust.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband