Nú fara menn mikinn, þegar þeir ættu frekar að þegja !
21.2.2011 | 08:39
Nú fara hinir ýmsu "spekingar" á vegum Samfylkingar stórum í fjölmiðlum. Tala um að brotið sé blað, árás á þingræðið og fleiri "háfleig" orð. Það ber kannski merki um kunnáttu þessa fólks að allt talar það um að forsetin hafi "synjað" lögum. Þetta fólk ætti bara að sitja heima og lesa. Forsetinn hefur ekki synjað einu eða neinu, enda ekki í hans valdi. Hann hefur ákveðið að vísa þessu máli til þjóðarinnar, að þjóðin fái síðasta orðið.
Ef stjórnin ætlar að spila fram slíkum málflutningi, í stað þess að gera þjóðinni grein fyrir hvað það er sem réttlætir að þjóðin taki á sig ólögmæta fjárkröfu sem þó er ekki vitað hvað er há, mun þjóðin vissulega fella þessi lög.
Það voru þrjú atriði sem stóðu uppúr eftir fréttamannafundinn á Bessatöðum. Í fyrsta lagi sú gleðilega frétt að þjóðin fái að ráða örlögum icesave kröfunnar. Í öðru lagi hvernig forsetanum tókst á frábærann hátt að setja ofaní við Jóhann Hauksson. Og í þriðja lagi hvernig forsetin nánast hæddist að forsætisráðherra, þegar hann sagði að gaman væri að lesa skrif hennar um þann mikla viðsnúning til hins betra, sem orðið hefur hér á landi. Allir sem lesið hafa þessar greinar vita að öfugmæli þeirra eru algjör og að svo virðist sem höfundur þeirra sé ekki í takt við raunveruleikann. Það var greinilegt að forsetinn átti erfitt með að verjast brosi þegar hann sagði þessi orð.
Þjóðin kýs að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.