Misheppnuð fyndni hjá Össur

Ef ríkisstjórnin ætlar að fá frumvarp sitt um icesave samþykkt af þjóðinni, verður málflutningur hennar að vera trúverðugri en þessi yfirlýsing Össurar. Að halda því fram að icesave hafi ekki áhrif á ESB aðlögunarferlið er eins fráleitt og hugsast getur. Heldur Össur að Íslendingar séu hálfvitar?

Því hefur verið haldið á lofti, af þeim sem endilega vilja að við tökum á okkur þessa löglausu fjárkröfur Breta og Hollendinga, að einhver gögn segi að betra sé að gangast að samningnum en fella hann. Ef svo er á ríkisstjórnin að sjálfsögðu að leggja þau spil á borðið, svo almenningur geti metið þessi gögn og kosið eftir því.

Það sem okkur hefur verið sagt og sýnt hingað til ber ekki merki neinnar skynsemi í samþykkt samningsins.

Stjórnvöld gerðu best í því að senda Össur úr landi, ef þau ætla að reyna að fá fólk til að trúa sínum málflutningi. Nógu erfitt verður samt að fá fólk til að trúa!

 


mbl.is Ríkisstjórnin ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur heyrst að Heilög Jóhanna og Össur, hafi verið búin að gera samning við ESB, þess efnis að ef Ices(L)ave yrði samþykkt og Ísland gengi inn í ESB.  MYNDI BÍÐA VEGLEGUR BJÖRGUNARPAKKI.  Hvort þetta er rétt þori ég ekki að fullyrða en ég verð að segja að það kemur ekkert á óvart lengur frá þessari ríkisstjórn.

Jóhann Elíasson, 21.2.2011 kl. 00:31

2 identicon

Öryggi er aðeins til í móðurkviði, og þar jafnvel aðeins í ófullkominni mynd, en óþroskaða veran þar inni hefur engan samanburð og heldur sig ranglega vera örugga, því hún er þekkir ekki umhverfi sitt, heldur lifir þarna í hjúpi sem takmarkar veruleika hennar.

 Margir þroskast ekki meira en svo að sækja stanslaust aftur í fals-öryggið. En öryggi er ekki til í lífinu. Hið illa hefði engin völd nema afþví það höfðar til þarfar mannanna fyrir öryggi. Ofsatrú vekur til dæmis mikla öryggiskennd. Þú þarft ekki að hugsa, því bækur og kenningar hugsa fyrir þig, þarft ekki að taka ákvarðanir, bara að kíkja á hvað trúbók eða predikari skyldi segja um málið, og lífið einkennist af mikilli reglufestu og trúarsiðum sem færa þér öryggiskennd. Sama með öfgafull stjórnmál. Hitler sigraði með að höfða til þarfar fólks fyrir öryggi.

Lífið er stríð. Friður er ekki til. Allt sem við berjumst ekki fyrir, eignumst við aldrei, og allt sem við höldum svo ekki áfram að berjast fyrir, missum við. Þetta gildir alveg sérstaklega um frelsið.

Eins og Benjamin Franklin sagði : "Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety, and will lose both."

PS: Þú ert hálfviti ef þú trúir svona sögum, Jóhann. ESB er enginn vinur okkar.

Segjum NEI við Icesave (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:48

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Segjum NEI við Icesave.

Ég er nú nokkuð viss um að Jóhann var ekki að meina þetta á jákvæðan hátt, heldur sem aðvörun.

Það er vitað að höfuðástæða samþykkt icesave kröfunnar er til að auðvelda okkur inngöngu í ESB. Um þetta hefur Jóhann skrifað mörg blogg.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 08:06

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Það þarf að rannsakga þetta ferli sem Icesave málið hefur verið í frá upphafi. Ég man eftir því þegar Steingrímur J. sat í Kastljósi og beinlínis neitaði að taka til greina lögfræðiálit virtra lögfræðinga um að Íslendingum bæri ekki að borga fyrir Icesave. "Hans menn" voru búnir að skoða þetta og komast að niðurstöðu sem hentaði betur Bretum og Hollendingum. Ég skil ekki enn af hverju Steingrímur og Masfylkingin hafa beitt sér gegn okkar hagsmunum frá upphafi. Það þarf að rannsaka.

Pétur Harðarson, 21.2.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband