Tímasetningin ?!
19.2.2011 | 23:33
Margir hafa mælt gegn launahækkun þeirri sem dómurum var fengin, ekki síst stjórnarþingmenn og ráðherrar. Forusta atvinnurekenda hafa einnig lýst vanþóknun sinni á henni.
Það sem er þó öllu undarlegra er að forsvarmenn launafólks hafa einnig hver af öðrum komið í fjölmiðla og lýst sinni vanþóknun, þegar þeir hefðu frekar átt að líta á þetta sem vopn og taka því fegins hendi.
Það undarlegasta í þessari umræðu er að nánast enginn þeirra sem mest mótmælir, er þó á móti því að þessir menn eigi skilið launahækkun. Fáir eða engir gera athugasemd við forsendur þessarar hækkunar. Allir eru þó sammála um að tímasetningin sé slæm, einnig forusta launafólks.
Á þetta fólk virkilega við að þessi hækkun til dómara væri í lagi seinna, þegar búið var að ganga frá samningum almennra launþega í landinu upp á allt níður í tæpar 5,000 króna launahækkun á mánuði? Má þá hækka laun dómara um 101,000 krónur?
Ekki væri undarlegt þó þingmenn hugsuðu svo og jafnvel atvinnurekendur, þeir fengju væntanlega í kjölfarið svipaða hækkun.
En að forsvarsmenn launafólks skuli svo mikið gefa slíkt í skyn, eins og Gylfi Arnbjörnsson hefur gert, eru svik við almenning. Það lýsir þeim hugsanahætti sem þessir menn hafa!!
Orð Sigmundar Ernis eru nokkuð rétt, þetta er viðurstyggileg móðgun við landsmenn, en viðurstygðin og móðgunin felst þó í því að helstu rök gegn þessari hækkun sé TÍMASETTNING hennar!!
Viðurstyggileg móðgun við landsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.