Ánægður með kúlulánið sitt

Lee Bucheit, fyrrverandi samningamaður Íslands í icesavedeilunni er ánægður með að þingið hafi samþykkt samninginn. Að sjálf sögðu, varla ætti hann að vera óánægður með að samningur sem hann gerir fyrir Íslands hönd, væri felldur af þinginu!

Bucheit telur að lánshæfismat Íslands muni batna við samning þennan og segir að að minnsa kosti eitt matsfyrirtæki hafi sagt að lánshæfi landsins muni breytast. Vissulega mun það breytast, um það er engum blöðum að fletta. En er alveg víst að það breytist okkur í hag? Varla, það væri að minnsta kosti undarlegt ef þjóð sem þegar er skuldsett yfir greiðslugetu, fái betra lánshæfismat við að bæta enn á þær skuldir!

Reyndar ber að hafa í huga að þessi matsfyrirtæki mátu Íslenska banka og og ríkissjóð Íslands í besta flokki sumarið 2008, nokkrum vikum fyrir hrun! Því væri svo sem ekkert undarlegt þó frá þeim kæmi nú eitthvað undarlegt mat um að Ísland væri nú í betri málum, eftir að ríkissjóður hefur bætt ofaná allar aðrar skuldir, einu kúluláninu enn, kúluláni með óútfylltan reitinn sem segir til um upphæð þess!!

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að klafi þessa láns mun lenda á landsmönnum, ekki Lee Bucheit.

Þá segir Bucheit að ef landsmenn eigi að fá að kjósa um samninginn munu þeir ekki vita nóg til að geta myndað sér skoðun. Hvernig væri þá að leggja öll spil á borðið, að landsmenn fái að vita hvað það er sem gerir það réttlætanlegt að taka á sig óútfyllt kúlulán til að borga ólögmæta kröfu!!

Auðvitað eiga landsmenn að kjósa um þennan klafa sem verið er að setja á þá. Ef einhver gögn eru til sem réttlæta það að samþykkja samninginn, eiga stjórnvöld einfaldlega að sýna þau! Þá verður hann væntanlega samþykktur af þjóðinni.

Ef stjórnvöld geta ekki lagt fram slík gögn eru þau væntanlega ekki til og þá á að sjálfsögðu að fella hann!!

 


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband