SA og ASÍ óvinir þjóðarinnar nr.1

Mikil er ábyrgð SA og ASÍ, ábyrgð sem þessi samtök eða öllu heldur forsvarsmenn þeirra standa engan vegin undir!

Vegna aðgerða þessara samtaka er nú að hefjast verkfall sem mun leiða til miljarða tjóns fyrir þjóðfélagið, einungis vegna þvermóðsku og ábyrgðarleysis forsvarsmanna þessara tveggja samtaka. Og fleiri verkföll eru í farvatninu!!

SA ber ábyrgð á því að heimila ekki fyrirtækjum að semja, jafnvel þó þau sjálf vilji. Þetta er staðreynd, bræðslunum var boðið, af hálfu stéttarfélaganna, ekki ASÍ, að fresta samningum fram á vor gegn eingreiðslu. Fyrirtækin voru tilbúin að ganga að þessu, en var bannað það af SA!! Kostnaður fyrirtækjanna vegna þessa boðs var bara brotabrot að þeim fjárhæðum sem þau standa frammi fyrir að tapa núna!

ASÍ ber ábyrgð á því að reyna að stöðva stéttarfélögin af við samningagerð og jafnvel staðið að því að etja einstökum stéttarfélögum saman. Þetta er gert til að reyna að verja þá stefnu í samningum sem SA óskaði eftir og ASÍ samþykkti. Stefnu sem mun leiða enn frekari hörmungar yfir launafólk. Stefnu sem er í algerri andstöðu við vilja launafólks! Stefna sem gefur atvinnurekendum enn meira í sinn vasa!

Það er undarlegt þegar samtök á borð við ASÍ og SA, samtök sem eiga að standa vörð sinna félaga, skuli á sama tíma spilla fyrir sínum félagsmönnum.

SA er að hafa tekjur af sínum umbjóðendum, atvinnurekendum, með því að heimila þeim ekki að ganga frá samningum.

ASÍ er að hafa tekjur af sínum umbjóðendum, launafólkinu, með því að heimila þeim ekki að ganga frá samningum.

Maður hlýtur að spyrja; fyrir hverja eru þessi samtök að vinna?!

 


mbl.is Búið að binda loðnuskip við bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband