Handstýrt lýðræði eða einræði

Þegar lagt var af stað í þá vegferð að hér yrði haldið stjórnlagaþing, voru helstu rökin þau að um lýðræðislega aðgerð væri að ræða, að ný og betri stjórnarskrá yrði samin á lýðræðislegan hátt.

Þetta var talið réttlæta það að um eða yfir einn miljarður af lánsfé því er ríkiskassinn er rekinn á, skyldi eytt til þessa. Þetta var einnig talið réttlæta það að ekki yrði farið eftir gildandi stjórnarskrá. Já mikil er réttlætiskennd sumra!

Að vísu urðu aðdáendur þessa réttlætis að kyngja þeirri staðreynd að ekki yrði farið gegn gildandi stjórnarskrá, svo að í stað þess að semja nýja og betri stjórnarskrá, var ákveðið að stjórnlagaþing semdi "tillögu" að nýrri og betri stjórnarskrá. Jafnvel þó stjórnlagaþing yrði nú bara ráðgefandi, þótti sú ráðgjöf vera um eða yfir eins miljarðs virði, og það úr sama lánssjóði og áður!

Þegar kosningin fór svo fram var ljóst að ekki yrði um mikið lýðræði að ræða, einungis rétt rúmlega þriðjungur kjörbærra manna kaus. Þegar svo talningu lauk kom í ljós að lýðræðið var jafnvel enn minna en kosningin gaf til kynna, þar sem reglur um talningu atkvæða leiddi til þess að einungis rúm 300 atkvæði liggja að baki þess framjóðanda er lenti í 25. sæti. Þegar þetta varð ljóst var full ástæða til að endurskoða það hvort enn væri réttlætanlegt að eyða fjármagni í framhaldið, fjármagni sem tekið er úr ríkissjóði, reknum fyrir lánsfé.

En frekari ótíðindi áttu eftir að skella á. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kosningin hafi alls ekki verið lýðræðisleg og að brotin hafi verið lög við framkvæmd hennar. Þarna mætti ætla að endapunktur þessarar vitleysu væri. Nei, aldeils ekki, forsætisráðherra héllt þrumuræðu á þingi og bölvaðist út í allt og alla, sérstaklega pólitíska andstæðinga. Hún bætti svo um betur og leifði sér að efast um að hæstiréttur hefði úrskurðað samkvæmt lögum. Þegar forsætisráðherra er farinn að efast um heilindi hæstaréttar á hún samstundis að segja af sér. Áður en forsætisráðherra hafði gert sig að algjöru athlægi, tókst henni að varpa fram þeirri hugmynd að ekkert væri sjálfsagðara en að þessi hópu 25 einstaklinga yrði bara skipaður á stjórnlagaþing!

Fjölmiðlar gripu þetta á lofti og fjölluðu meira um þessa undarlegu hugmynd en annað sem forsætisráðherra hafði tjáð sig og var þó af nógu að taka. Síðan hafa fjölmiðlar verið duglegir að halda þesari hugmynd á lofti og varla fjallað um þetta mál öðru vísi en að þessi hugmynd komi skýrt fram!

Við skulum ekki gleyma upphaflegu hugmyndinni, að um lýðræðislega athöfn væri að ræða. Það stendur ekkert eftir af henni lengur og ef þessi hópur verður skipaður á stjórnlagaþing, er endanlega búið að gera út um og eyðileggja þá grunn hugsun, sem var þó góðra gjalda verð, jafnvel þó um handstýrt lýðræði hafi verið að ræða!!

Sú niðurstað sem Gallup kynnir, kemur ekki á óvart. Þó menn lesi úr henni vilja landsmanna segir hún meira um fréttafluttninginn af málinu. Fjölmiðlar geta með krafti sínum mótað skoðanir fólks, sérstaklega þegar um tilfinningarmál er að ræða. Það hafa þeir sannarlega gert núna!

Þetta mál er þó ekkert tilfinningarmál lengur. Eftir að allt lýðræði hefur verið tekið í burtu, stendur einungis kostnaðurinn eftir. Kostnaður sem mun fara í um eða yfir einn miljarð króna. Þann pening á að sækja í ríkiskassann sem rekinn er fyrir dýrt lánsfé!!

 


mbl.is Fjórðungur vill ekki stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvar stöndum við svo í þessu endalausa fumi ? Eitt í dag, annað á morgun, þversagnir og ráðleysi sem kemur fram í endalausum breytingum á afstöðu stjórnvalda, til málsins og eiginlega hvaða máls sem er, nema auðvitað þeirra heittelskaða Icesave og ESB, sem tekur allan tímann á stjórnarheimilinu í dag.

Þessi milljarður, eða svo, væri kærkominn fórnarkostnaður, hvað mig varðar, ef þau sem þykjast hafa töglin og hagldirnar í að "stjórna" landinu gerðu landsmönnum þann greiða að segja af sér, án mikilla óhljóða. Maður er búinn að fá fullnóg af þeim. Stjórn sem er ekkert að stjórna, á engan rétt á sér lengur, eftir að hafa margsýnt hversu fullkomnlega vanhæf hún er.

 Er einhver glæta að þau hafi keypt kreisí glú, sett það í stólana og geti bara hreinlega ekki farið? Öllu sæmilega greindu fólki ætti að vera ljóst þegar þess tími er kominn ----- til að fara.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.2.2011 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband