Fréttamat fjölmiðla er nokkuð á skjön við raunveruleikann !!

Fréttamat fjölmiðla er undarlegt. Að vísu hefur Bjarna Ben tekist að gera icesave málið stórt í fjölmiðlum, enda miklar fréttir þar, hvort heldur litið er á svik alþingis við þjóðina eða svik Bjarna við kjósendur Sjálfstæðisflokks.

Nú segir óhæfur fulltrúi launafólks af sér vegna vanhæfni sinar, sem hann sjálfur opinberaði fyrir alþjóð í Kastljósinu í vikunni. Að vísu frétt en þó varla mikil. Ef fleiri óhæfir formenn færu að dæmi Kristjáns, nóg er af þeim, væri kannski komið tilefni alvöru fréttar.

Það eru hins vegar stór tíðinndi sem eru í gangi hjá Verkalýðshreyfingunni, tíðindi sem engir fjölmiðlar hafa enn minnst á og hafa staðið yfir í meira en viku. Það er deila sem upp kom síðasta föstudag og fjallar í stuttu máli um það að launþegar séu komnir í baráttu við sín stéttarfélög um að fá að semja um kjarasamning.

Þessi deila er stór undarleg og á sér vart fordæmi, þar sem ákveðin stéttarfélög hafa tekið sér harða stöðu GEGN sínum félagsmönnum og neitar þeim að semja um sín kjör!!

Hvar eru fréttamennirnir? Þetta er kanski ekki mikil frétt í þeirra augum, en fyrir launafólk er það stór frétt þegar stéttafélög meina þeim að semja!!

Sjá hér fyrir neðan:

 

Þegar launafólkið er komið í kjarabaráttu við sín stéttarfélög, er fokið í flest skjól !!

 

Graf alvarlegt mál !!

 

Vefur VLFA

 

 


mbl.is Kristján segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það getur verið að ég sé tregur eða bara ekki vel að mér í stéttarfélagsmálum, en eftir að hafa lesið þessa grein/frétt sem þú vísar í, veit ég hvorki upp né niður. Vegna þess sem þú skrifar í færslu þinni, vinsamlegst útskýrðu:

  1. Eru meðlimir VLFA í stríði við forystu félagsins vegna hennar þátttöku í samninganefndinni?
  2. Eru meðlimir annarra stéttarfélaga í stríði við þeirra verkalýðsforystur vegna þess að hætt var við þátttöku í samninganefndum? 
  3. Er VLFA í stríði við ASÍ?

Eller hur?

Vendetta, 4.2.2011 kl. 16:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég skal reyna að útskýra þetta betur Vendetta.

Á Gundatangasvæðinu eru nokkur fyrirtæki og þeirra stæðst eru Norðurál og Elkem. Á þessu svæði eru nokkur stéttafélög; Verkalýðsfélag Akraness og Stéttafélag Vesturlands eru félög ófaglærðs verkafólks. Þá eru ymis sérfélög svo sem VR, RSÍ og FIT.

Flestir starfsmanna Elkem eru í VLFA, eða um 80%. Hin tuttugu prósentin skiptast milli annara félaga.

Nú standa yfir samningaviðræður Elkem annarsvegar og starfsmanna hinsvegar. Þarna er vinnustaðasamningur og hefur svo verið alla tíð. Það felur í sér að öll stéttafélög sem aðild eiga að samningnum, fyrir hönd sinna félagsmanna, verða að samþykkja hann. Alla tíð hefur þessum félugum verið boðið, af hálfu trúnaðarmanna starfsfólks, aðild að samningagerðinni. Lengst framanaf vildu þau þó ekkert koma nálægt þessu og létu trúnaðarmenn starfsmanna um málið og gekk það í flestum tilfellum vel. Þegar breyting varð á eignaraðild Íslenska Járnblendifélagsins og Elkem eignaðist það allt, varð þó breyting á. Verr gekk að semja og þrátt fyrir að stéttarfélögin væru beðin aðstoðar var því ekki sinnt.

Það var svo ekki fyrr en nýr formaður tók við VLFA, sem hann sýndi þroska og kom fólkinu til aðstoðar. Síðan hefur hann verið í forsvari fyrir samninganefndina, en önnur félög vilja sem minnst vita af þessum stað. Oftar en ekki hefur aðkoma þeirra einungis verið við undirskrift samnings.

Nú ber svo við að þrjú þessara félaga, SV, RSÍ og VR ákveða að skipta sér af samningagerðinni. Ekki til að hjálpa starfsmönnum, skjólstæðingum sínum, heldur til að koma höggi á formann VLFA, þeim sem þó hefur staðið með fólkinu og veitt því aðstoð.

Eina haldbæra skýringin á þessu inngripi þessara félaga nú, er að formaður VLFA hefur verið óhræddur að gagnrýna forustu ASÍ, en formaður Stétarfélags Vesturlands er einnig varaforseti ASÍ.

Svörin við þínum spurningum eru því:

1. Nei, félagsmenn VLFA eru ekki í stríði við forustu félagsins, þvert á móti hefur forusta VLFA mjög gott traust sinna félagsmanna!

2. Já, félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands, Rafiðnaðarsambandsins og VR sem vinna í Elkem, eru í stríði við sína forustu.

3. Nei, VLFA er ekki í stríði við ASÍ. Það er hins vegar ekki gagnkvæmt, þar sem ASÍ leggur sífellt steina í götu VLFA.

Það ber ekki merki um mikinn þroska innan ASÍ og hjá þeim formönnum stéttarfélaga sem þeirri forustu fylgir, að taka gagnrýni með þeim hætti að hefna sín. Nær væri fyrir þetta fólk að líta sér nær og sjá hverju það geti breytt í sinni vinnu, sem betur getur farið og er skjólstæðingum þess til góða!!

Gunnar Heiðarsson, 4.2.2011 kl. 18:33

3 Smámynd: Vendetta

Þakka þér greinargóð svör.

Vendetta, 4.2.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband