Ráðherra efast um vald Hæstaréttar !!

Ögmundur tjáir sig ekki um niðurstöðu Hæstaréttar án þess að segja að segja að "að sjálf sögðu eigi að hlýta niðurstöðu Hæstaréttar". Um leið hefur hann þó alltaf passað sig á að sá fræjum efans í kjölfarið, efans um að Hæstiréttur sé starfi sínu vaxinn, efans um að hæstiréttur sé æðsta dómsvaldið!

Í þessu viðtali fer hann ekki út af þeirri braut sinni að sá fræjum efans, þegar hann segir:

„Ég hef sjálfur haft þá skoðun að úrskurði Hæstaréttar beri að hlíta og fylgja til hins ítrasta, þótt ég hafi gjarnan látið fylgja að mér finnist hann ekki yfir gagnrýni hafinn og mikilvægt að ræða þær forsendur sem hann byggir á og þau lög sem hann starfar samkvæmt,“ segir Ögmundur.  „Það verður okkar hlutskipti núna að taka á þeim annmörkum sem voru í lögunum um framkvæmd þessara kosninga. Það snýr þá líka að því að skýra hlutverk hæstaréttar, eða þeirra sem fjalla um kærur. Þannig að það sé alveg skýrt.

Þarna efast ráðherra yfir dómsmálum landsins um forsendur og starfsaðferðir Hæstaréttar og segir réttinn ekki vera yfir vafa hafinn. Hann segir einnig að alþingi verði að skýra hlutverk Hæstaréttar og þeirra sem fjalla um kærur!

Það er alvarlegt þegar ráðherra dómsmála sáir fræjum efans um dómskefið!!

Það er hvergi nokkurstaðar í hinum vestræna heimi sem slíkt yrði liði og strax borin framkrafa um tafarlaus afsögn ráðherrans!!

 


mbl.is Alþingis að ákveða næstu skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En Ögmundur er náttúrulega yfir ALLT hafinn og þarf því ekki að hafa neinar áhyggjur.................

Jóhann Elíasson, 30.1.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband