Aðskilnaður ríkis og dómsvalds ?

Það er undarlegt að heyra af vörum þeirra sem vilja aukið lýðræði og enn frekari aðskilnað ríkis og dómsvalds, halda því fram að ekki sé fráleitt að alþingi skipi þá tuttugu og fimm sem kosnir voru í ólgildri kosningu, á stjórnlagaþing. Allir 524 frambjóðendur voru sammála um að efla ætti skil milli ríkis og dómsvalds. Því er ákveðinn tvískinningur í máli þeirra sem vilja að ríkið taki nú fram fyrir hendurnar á Hæstarétti!

Sú fullyrðing að Hæstiréttur hafi einungis gert athugasemdir að því er snýr að framkvæmd kosninganna er að nokkru rétt. En hvers vegna var framkvæmdin ekki í lagi? Alla vega er alveg ljóst að þeir sem að henni stóðu reyndu allt sem þeir gátu til að gera hana eins vel og hægt var. Lagaramminn og tímapressan gerði hins vegar þessu fólki nær ófært að sinna þeirri skyldu. Og hver bar ábyrgð á lagarammanum? Stjórnvöld, að sjálf sögðu! Hver bar ábyrgð á tímapressunni? Þar er sökin ekki stjórnvalda eða alþingis, sú sök liggur alfarið á herðum forsætisráðherra!!

Að halda því fram að enginn hafi skaðast eða að enginn misbrestur hafi verið í talningu, vegna þess að niðurstaða Hæstaréttar segir ekkert um það beinlínis, er rangt. Þau atriði sem rétturinn setur út á tengjast framkvæmdinni, frá A til Ö. Því getur enginn sagt að ekki hafi einhver skaðast og því síður getur nokkur maður sagt að talningin hafi verið rétt.

Það er eðlilegt að innanríkisráðherra reyni að sveipa niðurstöðu Hæstaréttar einhverjum efa. Niðurstaða réttarins var alveg klár, kosningin var lýst ólögleg. Því er vera þeirrar persónu sem skipaði það ráðuneyti sem yfir þessum kosningum var, algerlega háð því að niðurstaðan verði gerð tortryggileg. Að viðurkenna niðurstöðuna er jafngildi þess að segja af sér ráðherradómi.

Það er hins vegar skelfilegt að heyra þá fulltrúa sem kosnir voru á stjórnlagaþingið taka undir þessi orð ráðherrans. Það fer ónotahrollur um mann að hugsa til þess að það fólk sem vill gera tillögu að nýrri stjórnarskrá, bera svo lítið traust til dómsvaldsins.

Mað spyr sig; hvernig stjórnarskrá fáum við frá fólki sem hefur slíkan hugsanahátt?!!

 


mbl.is Ekki fráleitt að skipa þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er gott við  þær heitingar Jógrímu að láta kjósa aftur. Það yrði hennar banabiti haldi hún því til streitu!

Öreiginn (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Auðvitað þarf að kjósa aftur ef við viljum hafa í heiðri lýðræðið.

En þvílík axarsköft hún gerir þessi blessaða ríkisstjórn.

Það er vonandi að henni (ríkisstjórninni) fari nú að ganga betur í

stjórnsýslunni.

Steinar Þorsteinsson, 30.1.2011 kl. 21:58

3 identicon

Smá tillaga áður en Jógríma ríður okkur á slig. Gerum gilda skoðanakönnum á því hvað kjósendur vilja gera í stöðunni. Ég hef heyrt út undan mér hvað þjóðin vill EKKI

ERALLTÍLAGI? (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband