Sökudólgurinn fundinn !!

Sigmundur Ernir hefur fundið sökudólginn! Landskjörstjórn!

Þessi stjórnarþingmaður krefst afsagnar landskjörstjórnar og vill nýjar kosningar. Þær verði ekki framkvæmdar með sömu kjörstjórn og áður.

Þetta er nokkur einföldun hjá honum, landskjörstjórn er vissulega sek í þessu máli en það eru stjórnvöld einnig. Það var alþingi sem setti lögin að kröfu forsætisráðherra. Lögin voru samin á allt of skömmum tíma og síðan keyrð í gegnum þingið með hraði, fyrir sumarfrí þingmanna. Lögin settu síðan landskjörstjórn mjög stuttan tíma til að koma málinu áfram, svo stuttan að ekki var hægt að gefa út kjörseðla með eðlilegum fyrirvara, svo t.d. sjómenn gætu nýtt sér utankjörundaratkvæði áður en þeir færu á sjó. Svo stuttan tíma að frambjóðendur höfðu mjög takmarkaðann tíma til að kynna sig og sinn málstað.

Það læðist að manni sá grunur að þetta hafi verið með ráðum gert, til að auðvelda sérstökum frambjóðendum að komast inn á þingið.

Vissulega er það rétt hjá Sigmundi Erni að landskjörstjórn brást, en það gerðu stjórnvöld einnig.

Ef krafan er að landskjörnstjórn segi af sér, sem er réttmæt, ætti ekki síður að vera krafa að stjórnin segði af sér!! Ef hún hefði unnið sitt mál vel, hefði landskjörstjórn einnig getað unnið sitt vel!!

 


mbl.is Segir að landskjörstjórn verði að fara frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband