Í anda Sovét

Innanræikisráðherra Ögmundur Jónasson, sem einnig fer með ráðuneyti dómsmála segir að Hæstiréttur sé ekki hafin yfir vafa.

Aldrei sögðu stjórnendur ráðstjórnarríkjanna annað eins, þeir framkvæmdu hins vegar eftir þessari hugsun.

Nú er spurningin hvenær Ögmundur tekur skrefið til fulls og fer að dæmi sinna stjórnmálalegu guðfeðra!!


mbl.is Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hæstiréttur á að lægja öldur og stuðla að góðum frið í þjóðfélaginu. En nú brást honum bogalistin, gengur þvert á vilja meirihluta þingsins og magnar upp ólguna. Er það hlutverk Hæstaréttar?

Er Hæstiréttur orðinn að valdatæki Sjálfstæðisflokksins?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hæstiréttur á að dæma eftir lögum! Hanns hlutverk er EKKI að stuðla að friði eða lægja öldur.

Samkvæmt stjórnarskrá Íslands höfum við þrískiptingu valds: Löggjafavald, framkvæmdavald og dómsvald.

Dómsvaldið hefur það eina hlutverk að halda uppi lögum í landinu!

Það merkilega í allri þessari umræðu er hversu margir þeirra sem vilja stjórnlagaþing eru tilbúnir að fórna fyrir það, jafnvel er lagt til að löggjafavaldið taki fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu!

Allir frambjóðendurnir 524 vildu þó að skil þar á milli yrðu þó elfd enn frekar!!

Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband