Það er eitthvað stórkostlegt að !!
21.1.2011 | 18:14
Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, hefur barist fyrir því að um samræmda launastefnu yrði að ræða í næstu samningum. Undir þetta tekur vinur Gylfa, Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, hefur hins vegar verið mjög á móti þessu og bent á rök sínu máli til stuðnings. Lítið fer hins vegar fyrir rökum frá Gylfa.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreyfungunni þegar fámennur hópur manna, sem ekki einu sinni eru kostnir til valda af launafólkinu sjálfu, getur tekið ákvarðanir upp á sitt einsdæmi, ákvarðanir sem koma til með að skapa enn frekari örbyrgð fyrir launafólk.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreyfingunni þegar forseti ASÍ vill ekki að launþegar fá hlut í hagnaði þeirra fyrirtækja sem eru að græða.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreifingunni þegar forseta ASÍ þykir sjálfsagt að atvinnurekendur skuli standa einir að hagnaði fyrirtækja.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreifungunni þegar forseti ASÍ setur sig á bekk með atvinnurekendum gegn launþegum.
Það er eitthvað stórkostlegt að hjá launþegum ef þeir láta þetta yfir sig ganga!!
Gylfi Arnbjörnsson verður að átta sig á að hann er þjónn launþega og á sem slíkur að standa vörð þeirra. Það hefur hann ekki gert!!
Gylfi verður einnig að átta sig á þeirri staðreynd að það eru launþegar sem koma til með að eiga síðasta orðið, þeir verða að samþykkja þá þrælasamninga sem hann ætlar því! Þá skiptir engu máli þó þeir samningar veiti honum sjálfum þokkalega launahækkun, þeir verða að veita almennum launamanni kjör sem lifandi er af!!
Ég legg eindregið til við sem flest stéttafélög landsins að þau fara að fordæmi Verkalýðsfélags Akraness og dragi samningsumboðið frá SGS og ASÍ. Til að slíkt megi gerast verða almennir félagsmenn að krefjast funda í sínum félugum og taka völdin af stjórnum þeirra í þessu máli. Staðreyndin er sú að Gylfi og félagar komast upp með svikin vegna svika stjórna stéttarfélaga við sitt fólk!!
Það er deginum ljósara að ef launafólk gerir þetta ekki, munu verða gerðir samningar sem hneppa það í enn frekari þrældóm!!
Verkalýðsfélag Akraness segir sig frá samfloti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:02 | Facebook
Athugasemdir
Veit Vilhjálmur hvað hann er að gera? Gott meðan menn ráðast ekki í eitthvað sem þeim sést ekki fyrir. Þar er Villi ekki sterkur. Því miður.
Sverrir (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 19:15
Villi veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hvaða afleiðingar þetta hefur.
Það er ljóst að erfitt verður fyrir eitt félag að ná einhverju umram heildina, en það er algjör óþarfi að taka þátt í ruglinu í Gylfa.
Þess vegna skora ég á fleiri félög að fylgja í kjöfarið. Það verður þó ekki gert nema af frumkvæði almennra félagsmann, þar sem flestar stjórnir stéttafélaga eru samofin ASÍ ruglinu. Því verða félagsmenn annara stéttafélaga að gera uppreisn innan sinna félaga, ef þeir hafa einhvern áhuga á að fá einhverjar kjarabætur!.
Gunnar Heiðarsson, 21.1.2011 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.