Að halda því fram að engar launahækkanir séu besta kjarabótin !!
14.1.2011 | 07:54
Guðmundur Gunnarsson hefur gjarnan látið í sér heyra í samningum og undanfara þeirra. Nú bregður öðru við, í þau örfáu skipti sem hann hefur tjáð sig í undanfara þessara samninga hefur hann verið einstaklega orðvar og svo virðist ætla að verða við samningagerðina einnig. Skyldi það stafa af því að flokkur hans, Samfylkingin, er við stjórnvölinn?! Guðmundur hefur hins vegar verið duglegur að rita greinar um ágæti þess að ganga í ESB, þar sem réttur launþega er hafður að engu!!
Vilhjálmur Egilsson krefst sameiginlegrar launastefnu. Þessi krafa er algerlega óásættanleg! Þetta veit Vilhjálmur E. en heldur þó kröfunni til streytu. Skyldi það vera til að tefja samningana?
Að venju er því haldið fram nú sem fyrr, að engar launahækkanir séu besta kjarabótin. Þessi þversögn hefur verið notuð í samningum frá því elstu menn muna. Aldrei hefur verið forsendur fyrir aukinni launahækkun, aldrei hafa fyrirtæki landsins haft getu til að taka á sig auknar launagreiðslur og alltaf hefur krafa um aukin laun verið þjóðarbúinu hættuleg og stefnt því í voða!! Margir hafa fallið í þá gryfju að trúa þessu bulli!!
Til að menn geti leift sér að segja slíka vitleysu, verða þeir að ganga á undan og sýna fordæmi. Því er þó ekki að heilsa, þvert á móti. Ríkisstjórnin fer með offorsi í skattaálögum og gjaldtöku af öllu hugsanlegu sem henni dettur í hug. Flest fyrirtæki, sem Vilhjálmur Egilson er í forsvari fyrir, hækka sínar gjaldskrár eins og þeim sýnist og skammast sín ekkert fyrir það. Öll þessi gjaldtaka lendir á launþegum, bæði beint og óbeint!! Þegar þeir vilja svo fá sanngjarnar hækkanir sinna launa, er það ekki hægt, það stefni þjóðarbúinu í voða!! Þessi plata er orðin ansi rispuð. Ríkinu og SA er til skammar að nota hana enn einu sinni. Það er þó skelfilegra þegar svokallaðir fulltrúar launafólks, eins og Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson, taka undir þetta bull og það áður en eiginlegar samningaviðræður eru byrjaðar!!
Eitthvað mesta mein í forustu launþega er að í hana hafa valist menn sem nátengdir eru stjórnmálaflokkum. Þessir menn vilja svo stjórna launþegum eftir þeirri pólitísku hugsjón sem flokkur þeirra hefur. Vissulega er ekki hægt að krefjast þess að þeir hafi ekki pólitíska skoðun, en það er lágmarkskrafa að þeir haldi henni fyrir sig, láti hana ekki bitna á launþegum. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur krötum tekist að ná yfirráðum í verkalýðshreyfingunni, þó þeir hafi varla fimmtung kjósenda að baki sér.
Á þessu eru þó einstakar undantekningar. Verkalýðsfélag Akraness er laust við þessa sýki. Því stjórnar Viljálmur Birgisson. Hann er ekki bundinn neinum stjórnmálaflokki og hefur heill sinna félagsmann í heiðri. Væntanlega hefur hann þó skoðun á íslenskri pólitík, en ALDREI hefur hann opinberað þá skoðun frá því hann tók við félaginu, hvorki í ræðu né riti. Vilhjálmur B hefur bent á að sameiginleg launastefna sé ekki ásættanleg, það sé fjöldi fyrirtækja í landinu sem geti bætt kjör sinn starfsmann af myndarskap, fyrirtæki sem hafa notið góðs af hruninu.
Það er ljóst að ef enn á að halda áfram að miða launahækkanir við þau fyrirtæki sem verst standa og láta það ganga yfir línuna, stefnum við í enn verra ástand en nú er. Þá munu laun alltaf lækka meira og meir að raungildi!! Það er líka spurning hvort þau fyrirtæki sem ekki geta borgað sómasamleg laun eigi yfirleitt rétt á að lifa. Hvort þau séu einfaldlega ekki vitlaust rekin. Þessi stefna hefur verið ríkjandi nú um nokkurt skeið og afleiðingin er ljós. Við búum við launakjör sem eru langt undir framfærslumörkum, hvort heldur er miðað við þá fáráðnlegu útreikninga sem þegar hafa verið gefnir upp, eða þá utreikninga sem stjórnvöld þora ekki að opnbera.
Guðmundur Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Viljálmur Egilsson þurfa að átta sig á þeirri staðreynd að þó þeir geri einhvern samning sín á milli, eru það launþegar sjálfir sem eiga síðasta orðið. Launþegar munu ekki samþykkja einhverja handónýta samninga!! Þeir vilja fá leiðréttingu sinna mála!! Ef þessir menn hlusta ekki, eru þeir beinlínis að biðja um verkföll, þá er sökin alfarið þeirra!!
Setja kaupmátt á oddinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:05 | Facebook
Athugasemdir
af hverju fáum við ekki bara þeirra laun þá verða ve,gg og ga ánægðir trúlega.
gisli (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.