Íslensk samkeppni ?!

Voodafone þykir eðlilegt að þeir fái aðgang að ljósleiðara Mílu fyrir spottprís.

Þó er það svo að Gagnaveitan hefur nýverið lagt ljósleiðara um allt Akranes, en viðskiptavinir Símans fá ekki aðgang að þeim streng. Einungis viðskiptamenn Voodafone og undirfyrirtækjum þess er hleypt að honum. Því verða viðskiptavinir Símans að láta sér eyrinn duga, þar sem Míla ætlar ekki að leggja ljósleiðara á því svæði á næstunni, enda varla von þar sem flestir Akurnesingar hafa skipt um þjónustuaðila. Það eru eingöngu þráhausarnir eftir, sem ekki vilja láta segja sér við hverja þeir eigi að versla. Þráhausarnir sem vilja fá að velja sjálfir við hverja þeir versla.

Það er þó kaldhæðnislegt að Gagnaveitan er í eigu Akurnesinga að hluta, en þeir geta ekki nýtt sér þessa tækni, sem þeir þó borga fyrir, nema versla við fyrirtæki sem Gagnaveitan samþykkir!!

Hún er undarleg Íslenska samkeppnin!!

 


mbl.is Verð ekki veigamesti þátturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband