Jóhanna er jafn meðvituð og áður !!

Það er löngu vitað að Jóhanna telur alþýðu landsins fífl! Það er samt alveg óþarfi hjá henni að vera að opinbera þessa skoðun sína, sérstaklega þegar þessi "fífl" eru í samningaviðræðum um lífsafkomu sín. Það vill nefnilega svo til að EINA vopn launþega er verkfallsrétturinn! Ekki getur launafólk einhliða aukið sínar tekjur, eins og ríkið. Launafólk verður að semja um sínar bætur, ef ekki semst er eingöngu um verkfall að ræða.

Verkfall er neyðarúrræði en menn mega ekki gleyma þeirri staðreynd að ef til slíks kemur er það alls ekki launafólki að kenna, heldur viðsemjendum þeirra. Menn tala um "óraunhæfar kröfur". Hvað er raunhæft og hvað er óraunhæft í því sambandi? Er það óraunhæf krafa að fara fram á 200.000 kr lágmarkslaun? Varla!

Miðað við þær kjaraskerðingar sem launafólk þurfti að taka á sig eftir hrun og þær geigvænlegu skattaálögur sem "ríkisstjórn fólksins" hefur dengt yfir okkur, að ógleymdum þeim skerðingum sem orðið hafa í grunnþjónustunni, eru allar kröfur undir 40% raunhæfar þó þær séu vissulega ósanngjarnar fyrir launafólkið, ættu að vera mun hærri! 

Sérstaklega í ljósi þess að þessi ríkisstjórn getur leift sér að eyða miljarðatugum króna í ýmis gæluverkefni!!

 


mbl.is Gæti hófs í kröfugerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er virkilega rétt hjá Jóhönnu, að þjóðin þarf síst á víxlhækkun verðlags og launa.

Og þá reynir á stjórnvisku stjórnvalda, að allir skynji að hagur þeirra sé tekinn með í dæmið.

En þeir sem fara síst i verkfall, auðmenn, aðeins þeir geta tekið undir að hagur þeirra sé í forgang.

Og þá, og þá; hvað getur hinn venjulegi maður gert????

Að neita leiðrétta Hrunskuldir almennings, var stærsta skref sem hér var stigið til upplausnar og Hrunadans.

Þeir sem hafa allt sitt, og öll sín lán á þurru, ættu að muna að helft þjóðarinnar er ekki sáttur, og verkfall, er þeirra eina von.

En Jóhanna fattar það nú ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hún tekur þetta bara frá lífeyrisþegum eins og hún er vön, ekki geta þeyr farið í verkfall. en hvar skildi nú plaggið um framfærslukostnað vera, því var skilað inn af nefndinni fyrir mánuði síðan en hefur ekki byrst almenningi, er þetta svo slæmt að þau þora ekki að birta hana, það verður ekki von á neinum samningum fyrr en skýrslan kemur fram!! "ófölsuð".

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 14:27

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nóg er að gert gegn lífeyrisþegum og ekki meira þangað að sækja. Stjórnarmenn sjóðanna hafa spilað með fé sjóðanna eins og um fjárhættuspil hafi verið að ræða og enn eru þeir að!

Varðandi skýrsluna um framfærslukostnað er hætt við að henni verði haldið eins lengi undir stól og hægt er, í þeirri von að hægt verði að berja lýðinn til hlýðni að samþykkja handónýta kjarasamninga áður en hún birtist. Ekki er nein von til að forseti ASÍ geri sérstaka kröfu um birtingu hennar!

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2011 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband