Komið að lokapunkti !!

Það er vonandi að komið sé að endalokum í þessu rugli Samfylkingarmanna.

Það er reyndar fleira en sjávar- og landbúnaðarmál, sem ergja samningamenn ESB. Sú staðreynd að stór meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild er þeim að sjálfsögðu kunn, þó Össur haldi öðru fram. Þetta eru engir heimskingjar sem ESB spilar fram, þeir vita sem er að ekkert er að marka það sem frá Össur kemur.

Annað þessu tengt ergir samningamenn ESB einnig, það er málflutningur Össurar, hvernig hann kynnir viðræðurnar fyrir okkur Íslendingum. Samningamenn og reyndar allir þeir fulltrúar ESB sem hafa tjáð sig um þessar viðræður, hafa keppst um að koma réttum skilaboðum til okkar um framgang þeirra og um hvað þær snúast. Samt segir Össur allt annað, jafnvel þó hann sé leiðréttur á fréttamannafundum, lætur hann það sér sem vind um eyru þjóta! Vissulega fer þetta í taugarnar á samningarmönnum ESB.

Það er deginum skýrara að ESB getur ekki og vill ekki gangast að þeim skilyrðum sem samninganefnd okkar eru sett varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þau samrýmast á engan hátt þeirra reglu og lagasafni, að ekki sé minnst á Lissabonsáttmálann. Því verður vart haldið lengra NEMA samninganefndin fari framhjá þeim skilyrðum sem henni eru sett í þessum málaflokkum.

Vissulega verður þvargað eitthvað fram eftir árinu, en ekki verður komist út úr þessum málaflokkum nema íslenska samninganefndin brjóti sitt umboð.

Vissulega átti að byrja viðræðurnar á því að ræða þessi mál. Ef svo hefði verið, væri niðurstaðan þegar fengin og við sparað okkur tíma og fé, auk þess sem allan þann kraft sem hefur farið í deilur í þjóðfélaginu um aðildina, hefði verið hægt að nýta til annars.

 


mbl.is Óttast örg viðbrögð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

enn hvað eiga grei nemdar menn þá að fá öll sí laun og flug

ferðir það þarf ekki að spara neitt bara eiða og eiða .

gisli (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 12:14

2 identicon

Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún uni grandvör, farsæl, fróð
og frjáls - við ysta haf.

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur liti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.

Emil Thoroddsen / Hulda

I SEE LAND (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband